miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Sælt veri fólkið!!
héðan er allt gott að frétta. Er búinn að vera pirraður í maganum, en svo hættu mamma og pabbi að gefa mér þessa Minifom dropa sem allir segja að séu ómissandi ef maður er að drekka þurrmjólk, og viti menn - ég snögg skánaði í maganum, ropa eðlilega, og er að ná upp svefninum á næturnar aftur. En við áttum nokkrar strembnar nætur í sl viku.
En ég fer oftar núna út í vagninum, þe þegar það er ekki brjálað rok. Og mér finnst afskaplega gott að sofa úti í vagninum.
En ég verð að monta mig af fallegu peysunni sem amma og afi í Mývó færðu mér um helgina og smellti mynd af henni inn á myndasíðuna mína. Svo setti ég inn myndirnar sem mamma tók af mér þegar við vorum í tískusýningarleik, og ég er að máta gasalega gæjalegar buxur frá Þórhöllu frænku. En mamma fattaði að ég er að stækka og er að stækka hratt. Föt sem hún hélt að ég myndi ekki nota nærri þvi strax eru alveg passleg á mig núna. En hverjum líkist ég? Það hafa komið margar skoðanir á því!!
Svo eru myndir sem mamma stalst til að taka af mér sofandi. En ég hreyfi mig mikið í svefni. Er mikið að spyrna mér í og stundum vek ég mömmu á næturnar bara til að færa mig aftur á sama stað í rúminu. En stundum (eins og sést á myndinni) er ég komin alveg út í horn, en sofna í miðju rúminu!
Takk fyrir allar kveðjurnar í gestabókinni! Gaman að sjá þegar fólk skilur eftir sig spor á síðunni minni :-)

Engin ummæli: