þriðjudagur, maí 09, 2006

Halló halló :o)
ég er enn heima í gubbupestinni. Mamma var hjá mér í gær, pabbi varð að halda áfram að vinna uppi og er sú hæð orðin rosalega flott núna.
En ég náði að sofa í nótt almennilega, gubbaði ekkert - svo vonandi er þetta að verða búið. Mamma segir að undirhakan mín sé farin og pabbi talar um að ég sé orðinn fisléttur. Ég hef bara ekkert getað borðað, en svo prufaði mamma að gefa mér eplasvala (m. sykri) og það var það fyrsta sem ég hélt niðri. Og sykur var gott að fá í kroppinn. Epli, rifin niður, eru það sem ég vil borða og Better Choice kex með appelsínubragði.
Vonandi er þetta allt að koma, mamma og pabbi eru allavega vongóð þar sem ég gubbaði ekkert í nótt.
Bið að heilsa öllum, ykkar Gabríel Alexander.

Engin ummæli: