miðvikudagur, maí 24, 2006


Halló halló !
Takk kærlega fyrir heimsóknirnar á síðuna mína og gaman að fá svona skemmtileg kvitt í gestabókina, mamma var himinlifandi yfir þessu öllu saman.
Um daginn var afskaplega gott veður. Sól og sumar, en núna lítur allt öðruvísi út. Kalt og hvasst. Samt fæ ég hrós af fóstrunum mínum á leikskólanum þar sem ég er rosalega duglegur úti. Áður fyrr átti ég nefnilega til að hlaupa alltaf inn aftur, og þær á eftir mér. Þá bara vildi ég ekki vera úti. En núna kem ég heim með grasgrænu í gallanum og búin að smakka á sandinum í sandkassanum. Hann skilar sér svo vel og innilega í bleyjunni minni daginn eftir. Mamma jésúsaði sig fyrst, en heyrði svo hjá reyndari mæðum að þetta væri bara allt fyllilega eðlilegt.

Guðmundur langafi minn átti afmæli í gær. Hann varð áttræður kallinn og er úti á Benidorm að hafa það gott. Elsku afi minn til hamingju með afmælið! Hlakka til að sjá ykkur í sumar!
Svo áttu Guddú og Viddi - Guddú er afasystir mín, þau áttu 30 ára brúðkaupsafmæli í gær líka!! Og þau eru á Benidorm í tilefni þessa tveggja afmæla - rosalega held ég að það hefði nú verið gaman og notalegt að vera þar líka.

En svona lítil ísmynd verður bara að minna okkur á að sumarið er komið á dagatalinu.
Hafið það gott,
Ykkar Gabríel Alexander

Engin ummæli: