miðvikudagur, maí 17, 2006


Sælt veri fólkið.
Mamma heyrði í langaafa og langömmu úti á benidorm um daginn, ég bið kærlega að heilsa þeim. Hlakka svo mikið til að hitta þau í sumar þegar þau flytja aftur í bílinn sinn hjá Rósu ömmu og Valgeir afa í Mývó.
Hörður afi er búinn að vera hérna fyrir austan í nokkra daga, gaman að hitta hann svona oft. Fórum að heimsækja hann á sunnudaginn í Hvamm. Rosalega gott veður. Ég fann drullupoll um leið og mamma leit af mér, og settist strax í hann. Afi á hænur í Hvammi. Fékk að kíkja aðeins inn í kofann og þær eru rosalega flottar, gular og svartar að lit. Þær vildu lítið tala við mig en það stoppaði mig ekki í því að tala fullt og meira við þær.
Núna eru að koma 5 tennur, sú fimmta bættist við í gær. Og ég er farinn að geta borðað alveg sjálfur morgunmatinn minn með skeið, rosalega duglegur. Ég tala og tala og tala, mamma og pabbi skilja orðið mikið af því sem ég reyni að segja þeim. Orðin mamma og pabbi eru fyllilega skýr hjá mér.
Á myndnni er ég að borða svo rooosalega gott brauð með sykurlausri jarðaberjasultu, sem borðast yfirleitt á undan brauðinu :o)

Bið að heilsa ykkur öllum og eigið góðan dag
ykkar Gabríel Alexander

Engin ummæli: