fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Hæ hæ allir saman!!

Það er svo gaman að vera til – vissuð þið það!! Núna syngi ég “Bubbi byggir bubbi byggir bubbi byggir” ... daginn út og inn. Mamma og pabbi eru ekki alveg með laglínuna á hreinu en mér er bara alveg sama!


Það er þema í gangi á Kærabæ leikskólanum mínum, ég er að læra um líkamann. Ég veit núna hvar nebbinn, augun, munnur og eyrun eru. Ég kann ekki alveg orðin enn, en ég reyni að herma eftir öllum orðum sem mamma og pabbi segja við mig. Svo það ætti að koma fljótt hjá mér. Þau eru líka orðin svo dugleg að skilja mig, og þau tala svo mikið við mig og endurtaka allt fyrir mig sem ég er að tala um svo ég nái að herma eftir því sem ég er að reyna að segja við þau! Ég td kann núna næstum viðlagið í puttasöngnum “hér er ég hér er ég góðan daginn daginn daginn” – ég sleppi orðinu “góðan” en syng hástöfum hér er ég !!


Mamma og pabbi fundu loks á mig góða kuldaskó. Fóturinn minn er enn svo þykkur að ég var hættur að komst í stígvélin í ullarsokkum..Ekki nógu gott. Svo þau gerðu sér lítið fyrir og keyptu handa mér kuldaskó, loðfóðraða. En það var nú ekki hlaupið að því að láta mig máta ó nei.. Ég er sko ekkert hrifinn af svoleiðis athöfnum og gargaði hátt og mikið yfir alla búðina. Á endanum varð pabbi að halda fast á mér og mamma setja mgi í skóinn. Þá varð ég líka svona rosalega montinn og ánægður með mig, go neitaði að fara úr flottu skónum alveg! Enda fékk ég líka litla barna innkaupakerru og trillaði með hana um alla búðina fulla af dóti :D

Engin ummæli: