fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Hæ hó allir saman

Núna er mamma mín farin að vinna hjá Becthel aftur. Svo núna er ég í skólanum frá korter í átta til fimm. Þetta er langur dagur. En ég er afskaplega duglegur, og er alltaf kátur og glaður.

Ég er farinn að mynda miklu fleiri orð en ég gerði og mamma og pabbi eru farin að skilja mikið af því sem ég reyni að segja. Ég er hættur að babla, reyni frekar að mynda orðin. Ef ég er spurður nafns þá segi ég “ble” sem þýðir Gabríel get ekki enn sagt Gable eða Gabbi eins og krakkarnir á leikskólanum. Ef ég vil að mamma lesi fyrir mig “mamma le” og orðið “kubba” sem segir sig sjálft. Svo fullt af nafnorðum sem ég kann nú orðið, td ef ég skoða orðabókina sem amma Rósa gaf mér, þá bendi ég á myndirnar td buxur eða sokkar og segja hvað hlutirnir heita. Og ég er farinn að geta sagt mikið af þeim orðum. Ég er farinn að nota já og nei á réttum stöðum – nema þegar ég er í púkaskapi, þá nota ég bara nei og hleyp í burtu hlæjandi. Já það er gaman að vera til.

Ég sef núna meira en ég gerði. Mamma og pabbi ákváðu að prufa að lengja tímann um klukkustund, þar sem ég sef bara 2 tíma á daginn, og var afskaplega pirraður, argur og þreyttur bæði kvölds og morgna. Svo núna er ég farinn að sofa klukkan sjö á kvöldin go vakna 7 á morgnana. Ég vakna ekkert í millitíðinni, sef eins og steinn. Enda líður mér rosalega vel þegar ég vakna, og er svangur! Kem svo heim kl 5 af skólanum, leik mér við mömmu og pabba, borða – sprella svo dáltítið og á svo kyrrðarstund með mömmu eða pabba fyrir rúmið. Þá ruggum við í Lazy-boy, þau annað hvort syngja fyrir mig eða lesa, og þá er ég sko tilbúinn til að fara að lulla. Mér líður svo vel að ég sofna strax með Gogga minn.

Engin ummæli: