miðvikudagur, nóvember 15, 2006

halló!
Ég loksins kominn út aftur, fór á leikskólann í gær og mamma rétt náði að klæða mig úr skónum og kyssa mig bless áður en ég hljóp inn í stofuna mína. Vinur minn Guðmundur mætir um leið og ég, korter í átta, og ég hleyp inn í stofu til að hitta hann. Ég vil líka alltaf fara í skóna mína seinnipartinn þegar hann fer, þá vil ég fara líka.

Mér finnst alveg rosalega gaman að fylgjast með mömmu og pabba elda. Og ég vil helst bara vera inni í eldhúsi ef við erum á þeirri hæð. Mér finnst afskaplega gott að borða og veit að ég hef ekki langt að sækja það, hvorki úr móður né föður ættum mínum. Svo einn daginn ákvað ég að prufa sjálfur. ‘Eg sullaði fullt af kryddum og dóti á pönnu sem var með vatni í og hrærði vel í. Má ég þó eiga það að ég fikta aldrei í tökkunum, ég veit að takkarnir á eldavélinni eru “óó” Þegar ég var yngri þá vildi ég skoða þá, því á leikskólanum er eldavél úti sem við megum fikta í. Og ég fattaði þá auðvitað ekki mismuninn á þeirri vél og þeirr sem heima er. En núna veit ég miklu meira og ég læt takana á vélinni heima alveg í friði

Núna er rosalega gaman. Snjór úti, og við förum út að leika. Mikið varð ég glaður þegar ég komst úr húsi og út. Orðinn þreyttur á inniverunni, þreyttur á að vera lasinn, vil kannski ekki alveg segja þreyttur á mömmu og pabba, en það er bara nauðsynlegt að hitta fleira fólk en þau. Hitta krakkana, syngja og leika mér. Mamma og pabbi eru reyndar mjög dugleg að syngja og lesa fyrir mig. Og þau kubba mikið með mér. Mamma færði mér einn lasarusdaginn brunabíl og brunaflugvél frá Lego, og ég veit sko að bíllinn segir “babú babú” og ég sá til þess að mamma og pabbi heyrðu það líka!

Engin ummæli: