þriðjudagur, maí 15, 2007

Enn hjá afa og ömmu. Enn pínu lasinn, ekki hiti lengur en hósti og hor. Mamma mín kemur heldur ekki í dag því það borgar sig bara ekki að sækja mig, drösla mér í skólann hálfan dag á morgun og þurfa svo að taka frí úr vinnu eftir hádegi. Þá er betra að ég verði áfram hjá afa mínum og ömmu minni.
Það er auðvitað rosalega gott að vera hjá þeim. En amma merkir það að ég sé orðinn frekar leiður. Ég sakna mömmu, og vil fara að komast út. Mamma hringir reglulega og ég fæ að tala við hana og það er svo gott að heyra röddina hennar og ég brosi allan hringinn. Hún kemur á morgun og þá er hún í frí á fimmtudaginn og ég fæ að hafa hana alveg útaf fyrir mig!! Hún er sko mamma mín. Amma og afi eru svo góð. Afi leyfði mér að hafa Ferrari bílinn sinn - og ég óvart braut speglana af honum, og ljósið go leiraði hann svo inn. En afi varð ekkert reiður. Amma leiraði með mér og hún kubbar með mér. Þau eru svo góð við mig. Við mamma erum svo heppin að eiga þau að..

Engin ummæli: