mánudagur, maí 21, 2007



Halló!!!! Afsakið mömmu og hennar bloggleti! Ég er sko ekkert lengur lasinn! Mamma kom á miðvikudagskvöldið eftir vinnu og ég fór að gráta þegar ég sá hana - búinn að sakna hennar. Og við fórum heim snemma á fimmtudag ég sagði þegar ég vaknaði "heim" svo mamma sá þann kost vænstan að fara með mig heim. Og ég svo sæll og glaður að koma heim!!


Nú við áttum svo frábæra helgi! Fórum í heimsókn til Hafdísar og sonar hennar Jóhanns Haraldar sem búa rétt fyrir utan Akureyri!! Og Jóhann átti svo flotta bíla maður lifandi!!! og þau voru að passa litla tík og Hafdís bakaði og ég horfði á Latabæ og Jóhann er svo stór!!! Sem sagt ég vildi ekki fara þaðan! Mamma og Hafdís gátu auðvitað talað mikið saman og ég var sko ekkert að trufla þær því Jóhann átti sko stóran playmobil kastala!! Og við mamma heppin - Hafdís nestaði okkur með fulla haldapoka af fötum!! Og viti menn - það var Bubba Byggir peysa í einum pokanum!! ég fór strax í hana - var sko ekkert múður með "ný föt nei takk" heldur mátti mamma þvo peysuna aftur svo ég kæmist í henni í skólann í dag!!!
Takk kærlega fyrir okkur Hafdís og Jóhann Haraldur!

Svo áttum við mamma rosalega góða helgi saman. Ég svaf 3 klst báða dagana, og svo ánægður með dótið mitt og að vera heima! Mér finnst rosalega gott að hafa mömmu mína útaf fyrir mig. Og ekkert stress í gangi, ekkert að gerast, bara dúllum okkur, leikum okkur. Grilluðum og blésum sápukúlur. Pússluðum og lásum bækur.

Ég er afskaplega duglegur að leika mér sjálfur og þarf ekki að hafa mömmu yfir mér allan daginn, þannig að hún fær smá stund fyrir sig líka.
Ég vildi ekki sleppa henni í morgun. Fór að gráta. Hlakka til þegar hún hættir klukkan 5 á daginn og getur sótt mig líka í skólann og þá fæ ég að vera meira með henni.

Engin ummæli: