miðvikudagur, maí 02, 2007



Hæ hæ ! Nú er búið að vera æðislegt sumarveður í nokkra daga!! Fórum í sveitina á laugardaginn eftir lúrinn minn og vorum í sólinni allann sunnudaginn! Út að leika kl hálf átta sunnudagsmorgun og mamma og amma með!! Kíktum í Belg og hittum kindurnar sem voru úti að spóka sig í góða veðrinu! Fór á róló og mokaði þar mikið og lék mér með bílinn minn! Mamma og amma komu báðar með mér. Þórhalla frænka og Sylvía komu svo síðar og það er alltaf jafn gaman að hitta þær!

Leikskólinn var skemmtilegur á mánudaginn og þegar ég kom heim var mamma komin og tilbúin með dótið okkar þar sem við fórum aftur til afa og ömmu. Frí í gær svo við nutum veðurblíðunnar aftur í sveitinni! það er svo gaman að vakna í fuglasöng, fara út í sólina á bolnum og sokkabuxunum og henda sér í sandinn og byrja að moka. Ég sko neitaði alveg að fara í stuttbuxur. Ekki að ræða það!


Svo heimkomin í gær grilluðum við á svölunum! Já grillið okkar virkar! og ég fékk grillaðar pylsur og tómastsósu!!


Frétti af því að Þórhalla frænka hafi sett upp trambólínið þeirra í gær. Og mamma var að fara þegar hún frétti það - núna hlakka ég sko til að fara í sveitina næstu helgi og hoppa þar!!!



Í dag á Flúðum fórum við í gönguferð í morgun upp á klappir fyrir ofan Pálmholt, sól og blíða!! Mamma setti mig í skólann í "ljósaskónum" en vonandi hefur hún keypt almennilega skó á mig í dag! (sem ég gerði-kv mamma) og mamma fann mynd af mér í göngutúrnum!!

Engin ummæli: