þriðjudagur, apríl 15, 2008

Nóg að gera

hæ hæ !

gahpaskarHéðan er allt frábært að frétta.  Nóg að gera og gaman að vera til! Snjórinn er mikið farinn og kem ég heim með haugadrullug og rennandi blaut föt - pollarnir eru svo skemmtilegir á leikvellinum í leikskólanum!

Afi sótti mig í skólann á föstudaginn og fór ég með honum og Sylvíu að versla og svo heim í sveitina - spurði reyndar mikið eftir ömmu minni - fannst að skrýtið að hún væri ekki með að sækja mig.  Mamma var að vinna á laugardaginn og kom hún uppeftir þegar hún var búin að vinna.  

Ég fór í fermingarveislu með þeim á laugardeginum í Hraunberg.  Arnþrúður Anna og Skarphéðinn Reynir voru fermd og óskum við mamma þeim til hamingju með daginn! Afi beið á meðan ég svaf en amma fór í messu og í veislu. 

Var gott að fá mömmsu mína og vildi ég voða lítið annað en að hún stjanaði við mig. 

Á sunnudag var gestkvæmt í Birkihrauni og mér fannst það hálf skrýtið og var frekar feiminn.  En þegar ísinn kom á borð þá hvarf feimnin og íshólfið mitt opnaðist :)

Það var gott að koma heim.  Ég heyrði aðeins í pabba mínum sem er á ferðalagi og var ánægður með það.  Ég kannski tala ekki mikið í símann og ekki lengi en það er samt gott að heyra raddir minna nánustu - td í pabba, afa og ömmu sem ég hitti ekki á hverjum degi. 

birthdayAnna Valgerður vinkona mín átti 2 ára afmæli á laugardaginn 12. apríl - til hamingju með daginn elsku vinkona!!! Hlakka til að sjá ykkur í sumar og fá að sýna þér dótið mitt !

 

Eigið góðan dag

Ykkar Gabríel Alexander

Engin ummæli: