föstudagur, apríl 18, 2008

Sólskinsdagar

DSC00290Hæ hæ !! Já það er sko gaman að vera til þessa dagana.  Frábært veður og ég er kominn með rauðar kinnar af sólinni!  Mamma sótti mig í skólann í hádeginu í dag - það var starfsdagur og skólinn lokaði kl 12:15.  Við fórum upp í sveit í blíðunni - afi tók nagladekkin undan súbbanum og setti sumardekkin undir.  Mömmu finnst vera komið sumar þegar sumardekkin eru komin!

Við mamma smelltum okkur svo í Lónið í þessu yndislega veðri sem var í dag og það var rosalega gaman.  Ég er orðin svo stór og duglegur að það er ekkert mál að fara með mig í lónið núna.  Fer mér ekkert á voða og skemmti mér vel að busla í þessu vatni og sandinum.  Auðvitað  voru mótorhjólin með í för.  

Eftir lónið fengum við okkur ís og nutum dagsins í sveitinni hjá afa og ömmu. 

Ég naut þess að hafa mömmu bara einn, og eitt skiptið þegar ég var í fanginu hennar úti í miðju lóni þá slakaði ég alveg á, setti litla andlitið mitt í hálsakot og naut þess að vera bara hjá henni. 

Ég er búinn að vera í afskaplega góðu jafnvægi þessa daga og sl vikur.  Búinn að vakna sönglandi og fer að leika mér áður en klukkan hringir.  Er komin í fötin og tilbúinn að DSC00294fara í skólann áður en við þurfum að fara af stað.   Segi temmilega margar lygasögur og tek upp á góðum uppátækjum reglulega til að halda mömmu við efnið.  Sef virkilega vel, borða enn betur, hreyfi mig mest og syng með Linkin Park á morgnana í bílnum. 

Vona að þið hin eigið jafn góða daga og við mamma!

Góða helgi öll - ykkar Gabríel Alexander

Engin ummæli: