fimmtudagur, maí 01, 2008

1.mai :o)

hæ hæ ! Í dag er 1. mai og við  mamma heima saman!  Við byrjuðum daginn snemma - um sjö og erum búin að hafa það gaman.  Fórum út í kuldann með þríhjólið mitt og ég hjólaði á róló! Það er rosalega gaman!! Mamma segir að í sumar fái ég stórustrákahjól.  Hún ætlar að kaupa handa mér í júní þegar nær dregur að sumarfríinu okkar! Svakalega hlakka ég til!!

Og við lékum okkur í sandinum, og í rennibrautinni, fann risaeðlu og leyfði henni að fljóta með í þríhjólinu. 

Svo eftir að hafa verið úti í kuldanum þá var sko gott að fá sér kakó! Mamma bjó til alvöru kakó - og það var rosalega gott.  Ég er svoddan kisa og þarf að hafa þetta frekar kalt. 

Svo var ákveðið að á morgun mun ég gista hjá pabba í fyrsta skipti.  Hann mun sækja mig á leikskólann og ég gisti hjá þeim á morgun og kem svo heim eftir kvöldmat á laugardag.  Mamma er að vinna, og það er pabbadagur á laugardaginn.  Og það er kominn tími á að ég prufi að gista hjá þeim.  Mamma er ánægð með að taka þetta skref, ég er tilbúinn í þetta og pabbi minn líka.  Allavega leggst þetta vel í okkur mömmu og vonum að þetta gangi allt vel.  - sem þetta mun auðvitað gera :o)

Á sunnudaginn 4.mai á hún amma mín afmæli.  Við mamma ætlum upp í sveit snemma og kyssa hana rembingskoss í tilefni dagsins :o)

þar til næst - eigið góða helgi

Ykkar Gabríel AlexanderDSC00307

Engin ummæli: