mánudagur, maí 19, 2008

Pabbahelgi

Hæ hæ !! Var hjá pabba um helgina.  Hann sótti mig í skólann og ég gisti hjá honum í fyrsta skipti yfir heila helgi.  Það var rosaelga gaman, ég kom allavega sæll og ánægður heim.  Fór í sund, sá húsdýr og reyndi að telja mömmu minni trú um að ég hefðie kki fengið neinn is eða nammi alla helgina... En einhverja hluta vegna þá trúir hún mér ekki... ??

Gott að koma heim í gær líka.  Allt dótið mitt á sínum stað.  Við mamma grilluðum og áttum gott kvöld, fékk að horfa á Top Gear þáttinn sem er uppáhalds (fyrir utan formúlu) þar eru svo flottir bílar og kappakstursbílar.  Ég þeysist um íbúðina okkar á bilnum mínum og mamma vonar að fólkið á neðri hæðinni verði ekki galið... - sem betur fer er líka gólfefnið í íbúðinni ónýtt svo ég skemmi ekkert frekar :o)

En í nótt sváfum við ekki mikið.  Ég kom tvisvar til mömmu og í seinna skiptið þá sagði ég henni að ég fyndi til í eyranu mínu.   Hún leyfði mér að kúra hjá sér, og í morgun þá fann ég enn til og er með hita.

Verkurinn greinilega hætti - ég allavega er nógu hress til að leika mér en ég er samt með hita.  Ég hristi þetta af mér hratt og örugglega!

Þar til næst eigið góðan dag

Ykkar Gabríel Alexander

Image014

Engin ummæli: