mánudagur, maí 26, 2008

Sumarhelgi

gah i drattarvel Hæ hæ !!!

Við mamma áttum svo sannkallaða sumarhelgi í sveitinni.  Mamma sótti mig eftir skóla á föstudag og þá vorum við búin í sameiningu um morguninn pakka dótinu og hjólinu í bílinn.  Svo eina sem mamma átti eftir að gera var að sækja mig, taka bensín og bruna af stað.

Það er svo gaman að koma í sveitina til afa og ömmu, finna alla kubbana mína þar.  Sýndi afa og ömmu nýja hjólið mitt og amma labbaði með mér smá spotta á meðan ég hjólaði.  Sylvía frænka kom og ég sýndi henni hjólið mitt líka! 

Laugardag þá fór mamma að hjálpa afa með smotterí í fjárhúsunum en við amma mín fórum á rúntinn og á róló! Ooooh það var svo notalegt að eiga ömmsuna mína og vera úti í góða veðrinu og leika mér.  Svaf afskaplega vel eftir hádegið.  Fórum í Lónið (Jarðböðin við Mývatn) þegar ég vaknaði með ömmu. Það er svo gaman í Lóninu - ég nýt mín til fullnustu þar með mótorhjólin mín - hlaupa upp og út í. 

Þegar júróvision var þá var ég orðin heldur þreyttur.  Mamma leyfði mér samt að vaka aðeins til að hlusta á lögin því ég hef svo gaman af því að hlusta og horfa á svoan dans og söng.  En um hálf níu þá segi ég við mömmu, ömmu og afa "góða nótt" - tek Goggann minn, sængina og dudduna og labba inn.  Meira en tilbúinn til að fara að sofa! Mamma mín las Bangsimon og söng draumahöllina og ég rotaðist :)

Sunnudag vöknuðum við um hálf átta í sól og blíðu.  Fórum út á tröppur með morgunmatinn okkar.  Mér finnst svo agalega gaman að borða úti. Fórum á rúntinn í Belg og ég hitti nokkur lömb, og mér finnast þau svo falleg, eins og með hvolpana þá horfði ég á þau með lotningu og talaði blíðlega til þeirra, og strauk þeim varlega um kollinn. Svo hoppaði það aftur til mömmu sinnar :o)

Var mikið úti að leika í gær.  Svaf líka vel. Mamma brann í sólinni - og ég endaði í stuttubuxum. Það var grillað og ég hjólaði á pallinum hjá ömmu og afa, borðaði ís og fékk nammi, hitti Sylvíu aftur og við hjóluðum saman á pallinum :) 

Jámm við mamma áttum sannkallaða sumarhelgi.  Gott að koma heim, horfa á snjósleða í snjónvarpinu og á flottu bílanan í Top Gear.

Þar til næst ykkar Gabríel Alexander

Engin ummæli: