fimmtudagur, október 16, 2008

Alltaf nóg að gera

hæ hæ!

það er sko alltaf nóg að gera hjá mér!  Farið að kólna hjá okkur á Akureyri og eftir að afi kíkti á súbbann okkar þá hefur hann ekki klikkað á því að fara í gang  - sama hve kalt er :o)

Við mamma erum búin að eiga góða viku.  Rólóvöllurinn hérna fyrir utan blokkina okkar er klár! Það var verið að endurgera hann, setja gúmmí undir leiktækin, og það komu ný leiktæki.  Nýjar rólur, nýr kastali með rennibraut, nýtt vegasalt.  Allt alveg rosalega flott!! Nú við mamma sóttum hjólið mitt og við fórum út á róló að leika okkur.  Mikið var það gaman!!!

Í gær þá fékk ég að fara heim með Snæbirni besta vini mínum.  Þeir eru reyndar tveir bestu vinir mínir Snæbjörn og Jóhannes. Mamma hans sækir hann alltaf kl fjögur og hún hafði hringt í mömmu og spurt hvort ég mætti fara með þeim heim að leika.  Og það var svo gaman!! Við vorum rosalega stilltir.  Mamma  Snæbjarnar meira að segja gat lært á meðan við vorum að leika, svo stilltir vorum við! Fengum popp og alles!!

Og á eftir fórum við í heimsókn til Önnu og Heiðars. Mamma var að fá uppskriftir af kryddbrauði og bananabrauði hjá henni.  Ég fékk að leika mér í dótinu hans Heiðars á meðan þær spjölluðu.  Heiðar var ekki heima.  Og ég svo duglegur og stilltur!

IMG_4298

Þessi mynd er fengin að láni hjá Flúðum.  Þar eru sko skemmtilegar myndir af guttunum!  Það er greinilega ýmislegt brallað á þeim stað! (frá hægri Aðalsteinn Óli, Gabríel, Snæbjörn Atli og Jóhannes Geir)

endilega kíkið á myndirnar: Flúðir myndir Risaland.

Engin ummæli: