mánudagur, október 13, 2008

Í sveitinni

Halló halló!!

gah_is2Mamma kom og sótti mig snemma á föstudag!  Mér finnst svo rosalega gott þegar hún sækir mig svona snemma.  Vikan búin að vera erfið, mamma var að vinna 3 daga í röð til 18:00.  Ekki misskilja, mér finnst gaman þegar pabbi sækir mig, en ég var farinn að sýna mótþróa við mömmu, fannst hún ekki vera nógu mikið með mér.  Þess vegna fyrirgaf ég henni allt fullkomlega á föstudaginn þegar hún sótti mig klukkan 16:00 og við fengum okkur ís!

Fórum svo til afa og ömmu í Mývatnssveitina!  Ég vildi ekki bíða til laugardags, heldur fara strax! Og það er svo gaman að koma.  Afi go amma eru alltaf jafn yndsleg og ég var búin að segja mömmu að ég hlakkaði til að hitta þau!

rindill_gabrielaÁ laugardag fórum við svo með afa í fjárhúsin! Rindill og Gabríela (Lukka) voru komin heim!! Og þau mundu sko eftir mér - komu hlaupandi á móti mér og vildu fá brauð! Hinar kindurnar mundu líka eftir mér - þær allavega hreyfðu sig ekki þótt ég hlypi um garðana.  Ekkert styggar við mig.  Mér fannst þetta alveg frábært!! Og hitti ég Jenna líka, fékk mér mjólk og kex.  Á myndinni eru afi, Rindill (svartur og hvítur) og Gabríela (Lukka) sem er kindin mín :) - svört og hvít líka :o)

Svo höfðum við það ljómandi gott.  Ég fékk að horfa á barnaefnið uppí í rúminu hans afa á meðan ég beið eftir kvöldmatnum.  Fór að leika íþróttaálfinn, datt úr rúminu og fékk kúlu á ennið.  En ekkert sem ég gleymdi næstum strax.  Fékk reyndar plástur.  En það var meira plástur á sálina en hitt.  (kom ekkert sár)

Í gær horfðum við á formúluna hjá afa go ömmu.  Með tilheyrandi snakki og ídýfu! Algjör lúxus! Og á eftir fórum við mamma heim á Akureyri. 

Við mamma nefnilega fórum í bíó!!  Fórum að sjá Grísina þrjá, og það var svo gaman!!  Mér finnst svo gaman að fara í bíó.  Þá fæ ég alltaf popp og kók og smá nammi.  Og ég er rosalega þægur! Og hlæ hjartanlega þe gar eitthvað skemmtilegt kemur.  Í hléinu þá fæ ég að hlaupa um og hlæja, meðan mamma bætir aðeins í poppið mitt og svo hlýði ég strax þegar myndin er að byrja og ég á að setjast! Ég var og er svo sæll með þetta allt saman! Og mamma svo montin af mér fyrir hvað ég var þægur og góður í bíó!

Í morgun þá var nú nóg að gera! Ég fór í fyrsta skiptið til tannlæknis! Mamma fann tannlækni í gegnum vinnufélaga sinn sem á 3 stráka sem eru hressir eins og ég og hann mælti með þessari konu.  Hún var líka rosalega fín.  Náði til mín um leið, greinilega mjög barngóð, og vissi alveg hvað hún var aðgera þegar hún talaði við mig.  Tennurnar mínar eru rosalega fínar og vel burstaðar.  Og hún hrósaði okkur fyrir það.  Henni finnst gaman að sjá svona fínar tennur í barni. En ég er með krossbit.  Sem þýðir að gómurinn er aðeins skakkur.  Það er ekki duddunni að kenna, þetta er í hliðinni á tanngarðinum.  Mamma spurði hvort þetta væri vegna duddunnar en hún sagði nei.  Hins vegar er ég með smá duddufar í framtönnum, og við ákváðum í sameiningu að ég myndi gefa Rindli dudduna mína´! Og ég var svo duglegur !! Ég settist í stólinn, opnaði, leyfði henni að skoða tennurnar og allt!!

J'amm ég er sko að fullorðnast!!!

Engin ummæli: