laugardagur, október 04, 2008

Pabbahelgi

hæ hæ !

IMG_4015

Vá hvað tíminn líður hratt.  Ég skal sko segja  ykkur að ég tilkynnti mömmu minni í vikunni að ég ætlaði sko að skreyta jólatréð hjá afa og ömmu.  Mamma bara starði á mig og spurði mig hvað í ósköpunum fengi mig til að hugsa um jólin... svaraði henni ekki.  En ég held að hún hafi orðið svolítið kát því ég veit að hún er farin að hugsa til jóla sjálf :o)

Við áttum góða viku.  Mamma fann Spiderman myndir til að líma yfir holurnar á veggnum sem komu þegar hún var að reyna að setja upp hilluna mína þarna um daginn.  Ég hef ekki hætt að minna hana á holurnar "mamma mín það eru enn göt í veggnum mínum"  - málið var að hún þurfti höggborvél til að setja upp hilluna en okkar gula er ekki svo mikil græja.  Svo hún setti upp hilluna á öðrum vegg í staðinn.  En eftir voru göt í veggnum. 

Jamm það er sem sagt búið að setja rosalega flotta spiderman límmiða yfir þá :o) - og hún kom með svona glóir í myrkri stjörnur og tungl líka sem ég setti sjálfur upp! Núna er dimmt þegar ég fer að sofa, svo við pössum að láta ljósið skína lengi á stjörnurnar go tunglið svo það glói þegar ég fer að sofa.  Og við settum batterí í jólahúsið mitt.  Mér finnst svo notalegt að horfa á það þegar ég fer að sofa. 

Við mamma fórum í heimsókn til konu sem býr á Fáskrúðsfirði.  Hún er að passa barnabörnin sín hérna á Akureyri.  Hún var bæði með hund og kött og hún gaf mér kex og pönnukökur!! Hún Lára er rosalega góð kona.  Ég bara man ekkert eftir henni, sem er skiljanlegt.  En mömmu fannst rosalega gott að hitta hana.  Þessi kona reyndist mömmu minni rosalega vel þegar hún var ein fyrir austan. 

Annars gengur lífið okkar bara sinn vanagang.  Ég er hjá pabba mínum þessa helgi, og hann skutlar mér í skólann á mánudaginn og mamma sækir mig.  Er án vafa að eiga góða helgi.

Og mamma heyrði í afa  mínum áðan og það sást til kindinnar minnar í Belg :o) - rosalega verður gaman næstu helgi að hitta þær - ef þær þá ákveða að koma heim... en það er ómögulegt að vita þar sem um forystuféð í Belg á í hlut :o)

eigið góða helgi - ykkar Gabríel Alexander

Engin ummæli: