mánudagur, október 27, 2008

Duddulaus stór strákur

hæ hæ ! Já mikið er búið að gerast hjá okkur mömmu.  Mamma er ekki búin að vera mikið í bloggstuði vegna líðandi stunda þar sem ákveðnar breytingar fylgja því að missa vinnuna. 

En við erum kát.  Og mamma sótti mig mikið í síðustu viku og fórum við á snjóþotu og áttum góðar stundir.  Hún segir að þegar henni líður ekki sem best þá sé það besta sem hún veit um að vera með mér.  Þar sem ég er alltaf svo kátur og glaðlyndur.  Við fórum snemma á föstudag til afa og ömmu í sveitinni.  Náðum á undan veðrinu !

Á laugardaginn fórum við með afa að sækja rollu í Voga.  Þar hitti ég hana, hænur, kálfa og kindur allt inni í sama húsinu! Mér fannst þetta alveg frábært!!

Svo kom Hjörtur frændi með okkur í Belg, og þar gaf ég Rindli dudduna mína með athöfn! Og hef varla spurt um hana síðan! Þannig ég er orðinn duddulaus stór strákur!!!

Við mamma komum svo í bæinn í morgun.  Það var allt kolófært í gær og vont veður svo mamma tók enga áhættu og við biðum af okkur vonda veðrið í góðu yfirlæti hjá afa og ömmu!

Takk fyrir okkur elsku afi og amma!

DSC00640

 ps - þið megið alveg kvitta meira í gestabókina :) - það er svo gaman að sjá hverjir skilja eftir kveðu - eins og fá lítin pakka...

Engin ummæli: