fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Löt að skrifa

hæ hæ !!!

afsakið mömmu en hún er löt að skrifa. Það er bara ekki mikið í gangi hjá okkur.  Ég var hjá pabba síðustu helgi og kom sæll heim með það að vanda.  Það snjóar úti, og mamma er farin að tala um jóla þetta og jóla hitt. 

Okkur líður mjög vel.  Ekkert sem er að stressa okkur, tökum hlutunum eins og þeir eru. 

Ég er rosa duglegur, góður og hlýðinn, tek auðvitað skorpur inn á milli, en að mömmu mati þá geri ég það alls ekki oft.  Er stundum að reyna að vera á móti- bara til að ath hvað ég kemst langt, en sé svo að það er ekki að skila mér neinu svo ég bara hætti þvi :)

Við mamma ætlum í sveitina um helgina. Jólasveinarnir i Dimmuborgum verða með húllumhæ og svo heitt kakó á eftir í Skjólbrekku!  Og auðvitað gefa Rindli mínum og Lukku minni brauð. 

Er farinn að tala um að hitta afa og ömmu mína, þó svo ég sé ekki mikill símakall þá tala ég mikið um þau. 

Vona þið eigið góða helgi! 

DSC00451

Engin ummæli: