þriðjudagur, nóvember 11, 2008

sveitin og pass

hæ hæ !!

Nú snjóar úti, það verður gaman að fara út að leika í dag! 

Ég var í passi hjá afa og ömmu á föstudag á meðan mamma var í vinnunni á laugardaginn.  Hún síðan kom uppeftir þegar hún var búin.  Ég var rosalega duglegur á meðan.  Fór í fjárhúsin með afa, á rúntinn, upp í Grænar, í búðina og fullt fullt fleira.  En gott var nú að fá mömmsu aftur :o)

Við fórum snemma heim á sunnudag. Ég var að tala mikið um bílana mína, og hlakkaði til að leika mér með þá þegar við kæmum heim.  Og það var ósköp notalegt hjá okkur mömmu. 

í gær sótti pabbi mig í skólann og mamma sótti mig þangað þegar hún var búin að vinna.  Og við fórum í appelsínubúðina (Hagkaup) til að kaupa nammi og snakk.  Ég var að fá gesti um kvöldið.  Vinnan hennar mömmu bauð starfsfólkinu á James Bond myndina nýju og Sylvía og Áslaug ætluðu að vera hjá mér á meðan.  Vá hvað ég hlakkaði til . Og það var svo gaman!!

Þegar mamma kom heim úr bíó, var ég enn vakandi. Að leira með stelpunum.  Og það var svo gaman hjá okkur.  Ég sofaði svo sæll og sáttur þegar þær voru farnar.  Útkeyrður bað ég mömmu um að syngja Bubbi Byggir og ég sofnaði út frá því. 

Takk fyrir skemmtilegt kvöld elsku bestu Sylvía og Áslaug :o)

IMG_5141

Engin ummæli: