mánudagur, janúar 26, 2009

Hlaupabóla

hæ hæ !

DSC00493ég er enn lasinn - er heima hjá afa og ömmu.  Afi sótti mig á fimmtudag og mamma kom svo uppeftir á föstudag.  Ég var ekki nógu hress til að fara heim með henni í gær. 

Bólurnar eru margar. Út um allt.  Enginn staður heilagur - og þá meina ég ENGINN.  En þær eru litlar og ég er ekki mikið að klóra mér.  En sumar pirra mig, td sú sem er í lófanum mínum.  Mamma keypti eitthvað í apótekinu til að bera á bólurnar, og það myndast nokkurskonar hrúður á bólunum en ég vil barasta alls ekkert fá þetta krem á mig.  Við sættumst á að nota sárakremið mitt.  Það þekki ég og hef notað td við bleyjubruna og á önnur sár sem ég hef fengið.  Það er græðandi og sótthreinsandi.  það virðist virka vel.  Mamma sá mun á þeim bólum sem hún bar þetta á.  Þá notaði hún þetta aðallega á þær bólur td í náranum og á þeim stöðum sem eru alltaf hulið klæðnaði, sem "fá ekki að anda" eins og það kallast.  Þær sem eru í hárinu verða bara að gróa sjálfar.  Andlitið fær að vera í friði, hef ekkert klórað mér þar, enda eru þar fáar bólur. 

Ég hef fengið lítinn hita með þessu.  Á daginn er ég eins og ég á að mér að vera.  Tók smá hitakastssyrpu á laugardagskvöldið.  Mamma hafði mig á spidermanbolnum mínum sem er ekki úr bómull, mér varð of heitt og það klístraðist við mig og ég fann til í bólunum á bakinu.  Hitt efnið er svalt, og krumpast ekki.  Hún hafði svalt í herberginu, þá leið mér best og svaf vel.   Við höfum komist í gegnum þetta algjörlega án allra stíla og verkjatafla.  Kaldur þvottapoki á ennið var og er rosalega gott og á bólurnar að kæla niður kláðan (sem hefur reyndar verið í lámarki)

Jámm þannig í dag er ég að lífga upp á heimilishaldið hjá afa og ömmu :)

Engin ummæli: