föstudagur, janúar 30, 2009

Kominn heim

hæ hæ ! þá er ég kominn heim.  Mamma sótti mig á miðvikudag, en þá voru bólurnar orðnar leikskólahæfar :o) Ég var virkilega kátur að sjá mömmu mína þegar hún kom og sótti mig.  Ég var kominn með smá heimþrá, en var samt kátur með dvölina hjá afa og ömmu.  Ég vildi bara fara strax út í bíl, sönglaði í byrjun "ég er að fara heim, ég er að fara heim í dótið mitt í bílana mína".. já svona að Belg, þá heyrði mamma hrotur úr aftursætinu.  Þegar heim var komið heilsaði ég uppá allt dótið mitt. Alla bílana mína. Sýndi mömmu með viðhöfn verðlaunin sem ég fékk frá ömmu - það var lítill valtari ásamt tveimur gröfum!! Mega flottur!!

Fór í bað og fyllti baðið af dóti.  Og þegar ég var að fara að sofa, þá hreiðraði ég um mig í rúminu mínu með fullt af dóti.  Mamma hugsaði einmitt að rúmið væri heldur of lítið með allt þetta dót.. En hún tekur svo dótið úr rúminu þegar ég er sofnaður :o)

Mér fannst erfitt að skilja við mömmu daginn eftir.  Eftir svona langan aðskilnað (heila 3 daga... ) þá vil ég bara vera hjá henni..

DSC00499

Engin ummæli: