þriðjudagur, janúar 13, 2009

Skoppa og Skrítla

Hæ hæ !

átti góða helgi eins og venja er.  Var hjá pabba á föstudagskvöldið og mamma sótti mig um fimm á laugardag. Þá var hún búin að taka niður jólaskrautið, en ég einhvern veginn tók ekkert eftir því.  Var afskapelga þreyttur þegar ég kom heim og vildi helst fara að sofa um sjö, en við fengum okkur pizzu og smá nammi á eftir og nutum þess að vera saman.  Ég fann til fullt af dóti og lék mér mikið.  Var með heila brunaæfingu hjá lego köllunum mínum og Leiftur Macqueen bílnum mínum og hrúgu af dóti á miðju stofugólfinu.  Mikið gaman , mikið fjör.

Svaf í nærri 12 tíma, vaknaði svona líka ferskur og hress! Mamma var heldur myglaðri.  Við áttum rólegan og notalegan sunnudagsmorgun, ég með dótið mitt, mamma með bókina sína (þegar hún var búin að vakna inni í rúmi)

Við skelltum okkur svo á Skoppu og Skrítlu myndina.  Ég hló nokkrum sinnum.  Ég er samt á mörkunum aldurslega séð með að fíla hana.  Hún er frekar fyrir yngra fólk:o)  Ég td hló miklu meira af Bolt myndinni.  En við áttum góða stund, með poppi og kóki :o)

Mamma sótti mig strax eftir vinnu í gær, með þotuna mína! Við löbbuðum semst heim og ég lék mér alla leiðina.  Enduðum svo á rólóvellinum fyrir utan blokkina okkar og lékum okkur þar.  Auk þess sem ég gat rennt mér á hólnum með fánastöngina :)

Enda var matarlystin eftir því og sofnaði svo vel líka :o)

DSC00726

Engin ummæli: