mánudagur, janúar 19, 2009

Róleg og góð helgi

hæ hæ!

við mamma vorum bara heima þessa helgi. Ekkert að þvælast neitt, nema bara út í búð á laugardag og heim aftur.  Ég vildi fara á rúntinn á laugardag og það var bara sjálfsagt að mati mömmu að kíkja aðeins út.   Minn tilgangur var hins vegar sá að fara í appelsínubúðina sem Sylvía vinnur (Hagkaup) og ná í laugardagsnammi.  Mamma var nú ekki alveg á þeirri sömu skoðun að fara bara og kaupa nammi, ég ætti sko að borða eitthvað fyrst, ekki bara lifa á nammi þó það væri nammidagur.  Nú við skelltum okkur í lúxusborgara á Búllunni.  Ég torgaði heilum hamborgara og frönskunum mínum, er alltaf duglegur að borða :o)

Elduðuðm slátur- ég bað um það.  Og bað svo um kalt slátur í morgunmat á sunnudag, og grjónagraut með köldu slátri í hádegismat á sunnudag. Mamma ætlar einmitt ekki gleyma að grípa birgðir næst þegar við förum í sveitina þar sem slátrið okkar er búið :)

Mamma spurði mig á sunnudag eftir hádegismat hvort við ættum nú ekki að fara út með þotuna og renna okkur.  En ég var sko ekki til í það.  Var í miðjum leik og búinn að leggja undir mig alla stofuna undir leiftur dótið mitt, með nýja leiftur teppið mitt, og tjaldið mitt (stofuborðið + teppi) og ég var svo í miðjum leik.  Mér leið svo vel að mamma ákvað að leyfa mér að ráða þessu.  Er ekkert oft svona mikið heima þannig ég nái að sökkva mér í leik heima.  Og stundum heyrði mamma mig tauta "gott að vera heima"

DSC00732

Engin ummæli: