mánudagur, nóvember 23, 2009

Fyrsti fótboltaleikurinn

hæ hæ !

Í gær var ég að keppa í fyrsta skipti í fótbolta! Æfingin okkar fór fram í Boganum og við spiluðum við 8. flokkinn hjá Þór ! Og það var rosalega gaman ! ég var einn leikinn í marki og ég varði !

GAH_KA Við fengum KA búning til að vera í – og það var svo gaman ! Var fyrst svolítið feiminn og vissi ekki alveg hvernig ég átti að bera mig að, enda voru sumir strákarnir sem eru búnir að æfa miklu lengur rosa duglegir og þeir voru mikið með boltann. En þegar leið á þá fór ég að hlaupa með og sækja í að ná boltanum. (smellið á myndir til að sjá stærri)

Helgin var skemmtileg. Við mamma fórum í sveitina á föstudag, mikið var gott að komast þangað. Var búin að tala um það í nokkra daga!

Fórum snemma á fætur með afa á laugardag og fórum og sinntum kindunum og öðrum störfum í Belg. Rindill er svo óþægur ég var svo hissa, hann hoppaði alltaf á milli spila og húsa í fjárhúsunum. Hann hoppar yfir girðingar! Svo afi varð að hækka grindurnar svo hann kæmist ekki um öll húsin. Á meðan afi var að því var ég að dunda mér við að gefa rollunum. Við sóttum eina gimbur í Grímstaði líka. Henni finnst brauð gott :o) gah_hss

Svo eftir hádegi fórum við með Þórhöllu og Hirti Smára í Dimmuborgir að finna jólasveinana. Það var rosalega gaman. Ég fékk kerti hjá Kertasníki ! og á eftir fórum við í kakó og kleinur í Skjólbrekku.

Afi fór svo með mig eina salibunu á fjórhjólinu.

Ég er svo afskaplega ánægður og kátur með þetta allt saman. knúsaði svo mömmu þegar við komum heim “mamma mín, gott að vera kominn heim”

Myndir frá Dimmuborgum eru komnar á flikkrið okkar: Jólasveinar í Dimmuborgum

Engin ummæli: