föstudagur, nóvember 20, 2009

á leið í sveitina

hæ hæ !

í dag ætlum við mamma í sveitina. Mamma ætlar að hjálpa afa með rollurnar og við ætlum að vera dugleg :o) Kannski fæ ég jafnvel að fara á fjórhjólið hans afa líka ! Mamma allavega passaði að hjálmurinn minn sé með í ferðinni :o)

Vikan er búin að vera góð. Hitti vin minn Jóhannes eftir skóla á þriðjudag. Erum svo bara búin að hafa það næs heima við mamma. Ég er búinn að vera duglegur að leika mér með dótið mitt. Og ég er með alveg brjálaðan áhuga á að lita og teikna. Get setið og litað tímunum saman í litabókina mína og mamma er svo hrifin því ég er bara hættur að lita útfyrir. Svo æfi ég mig að merkja myndirnar – GAH eða GKV eða Gabr.. ég kann ekki næsta staf en það lærist :o)

Var hjá pabba síðustu helgi. Fór á fótboltaæfingu með Huldu og það var rosa gaman. Ég var duglegur og hljóp strax inná og var með allann tímann :o)

Vonandi eigið þið góða helgi framundan
Ykkar Gabríel !

DSC01161

Smellið á myndina til að fá hana stærri í nýjum glugga :o)

Engin ummæli: