mánudagur, nóvember 09, 2009

sveitin og súbbi og pizzagerðarmaður

hæ hæ !

við fórum í sveitina á föstudag. Sylvía besta frænka kom með okkur, hún hafði verið í hálskirtlatöku og var á leið heim til mömmu sinnar í mömmudekur. Ég og mamma komum fyrst við í búð fyrir afa og sóttum hjálm. Ég var svo gagntekinn af hjálminum að maðurinn í búðinni fékk sko að vita að þessi hjálmur væri handa afa mínum. Og ég passaði hjálminn í kassanum á leiðnni og ég fór með hjálminn inn til afa og rétti honum hann!

Afi fór með mig á rúntinn á fjórhjólinu á laugardeginum. Rosalega gaman. Ég elska fjórhjól. Enda er ég búinn að tilkynna það að ég ætli að verða fjórhjólamaður eins og afi minn þegar ég verð stór.

Ég fór með hjólið mitt líka uppí sveit. Mömmu finnst alveg um að gera að ég æfi mig að hjóla áður en snjórinn kemur. Og ég hjólaði til Þórhöllu frænku í heimsókn. Við fórum öll í sund, ég fékk að leika við Hjört og vin hans Viktor í sundi á meðan mamma og Þórhalla frænka syntu sprettina sína.

Fórum líka í lónið. Fórum öll saman – nema Sylvía þar sem hún var svo slöpp. Enda má hún ekkert gera greyið ámeðan hún er að jafna sig eftir aðgerðina.

Ég kubbaði, lék mér og hvar voða kátur hjá afa og ömmu eins og alltaf. Í morgun þegar við vorum á leið í skólann spurði ég mömmu hvenær við færum aftur til afa go ömmu. Við erum reyndar á ömmu bíl þar sem súbbinn okkar þurfti smá viðgerð hjá afa :o) við erum heppin að afi getur gert við alla bíla !

Í gær fór ég svo á fótboltaæfinu ! ég var svakalega duglegur og var inná allann tímann, hlustaði á þjálfarann, hlýddi og var til fyrirmyndar. Mamma segir að ég hafi verið áberandi þægur ! Enda fannst mér þetta gaman !

gahSvo fékk ég að baka mína eigin pizzu í gær. Mamma bjó til deigið en ég flatti út, ég setti sósu og það sem ég vildi ofan á . Mamma var búin að brytja niður fullt af grænmeti og fleiru sem gott er að setja á pizzu og ég mátti bara velja hvað ég vildi ofaná. Og ég setti það sem mig langaði. Mamma sá svo um að setja í og taka úr ofninum.

Smellið á mynd til að sjá stærri – þær eru svo allar á flikkrinu: Pizzagerð Gabríels

Engin ummæli: