mánudagur, mars 12, 2007

Hæ hó!
Alveg yndisleg helgi að baki. Við mamma voru heima og létum fara vel um okkur. Hittum Þórhöllu frænku og Hjört Smára þar sem þau voru á fótboltamóti hér á Akureyri! Hjörtur var að keppa og gekk þeim rosalega vel :)
Já við mamma áttum góða helgi. Leiruðum, kubbuðum og mamma reyndi að kenna mér að kasta bolta að vegg og grípa en það gekk ekki alveg. Ég skemmti mér svo vel með þann leik að ég fór klukkan hálf sjö í morgun - vel úthvíldur - og náði í boltana og ætlaðist til að mamma kæmi þá á fætur til að kasta með mér :) en það gekk ekki alveg upp hjá mér.
Afi minn gaf mér skó á föstudaginn, þeir eru með ljósum í sólanum og það þurfti ekki mikið að dextra mig til að fara í þá. Og ég vildi sofa í þeim, og vera í þeim alltaf. Mamma náði að tala mig inná að þeir ættu ekki að fara í leikskólann, ég á aðra inniskó til að vera með þar. En ég er rosalega ánægður með skóna, og vil bara vera í þeim :)

Engin ummæli: