þriðjudagur, mars 06, 2007

Halló halló!! þá er gaman að vera til eins og alltaf! Ég er orðinn frískur og hress og meeega hress! mamma kom í sveitina á föstudag, lasin enn, en afi go amma voru að veikjast svo mamma varð að koma og ná í mig. Um leið og ég sá hana þá vildi ég fara heim "bílinn bílinn" og æddi fram að útihurð og fór í skóna mína, tók sæng mína og Gogga og var tilbúinn að fara. Varð dálítið reiður þegar ég fattaði að við værum ekki að fara strax, og að við færum ekki fyrr en daginn eftir.


Svo við mamma komum heim á laugardaginn, og ég var svo kátur ég hljóp um alla íbúð, hjólaði, kubbaði, brunaði á bílnum mínum, kubbaði meira, horfði á Bubba Byggir, allt á fyrstu 10 mín! Mamma mín enn lasin, go hún réði ekkert við mig, ég var bara svo ofboðslega kátur að koma heim.


Sunnudag var mamma mín lasin enn, go ég var rosa þægur og góður, duglegur að leika mér sjálfur, ekkert að vesenast, ekkert að böggast eða með leiðindi. Ég var bara svo kátur að vera heima hjá mér. Mér finnst rosa gaman að koma til afa og ömmu, og vera hjá þeim en ég er afar heimakær gutti. Ég náttla tók til hjá okkur , nokkrum sinnum á sunnudaginn, endurinnréttaði íbúðina okkar, sko kubbarnir voru ekki á réttum stað, hjólið átti að vera á sínum stað, litirnir á borðinu og svo framv.


Sef núna alveg einn alla nóttina í rúminu mínu. Fæ að kúra hjá mömmsunni minni um sjö og þar til við förum á fætur :)


Ég hljóp inn á leikskólann í morgun, var heldur feiminn í gær, en í dag kyssti ég mömmu bless og hljóp inn að leika! Mér finnst svo gaman að vera orðinn frískur og hress.
Hér er ég að borða ávexti og rjóma á sunnudaginn! Þetta var sko nammi namm! ferskir ávextir, vínber, mandarínur, melónur og smá rjómi með - ég er sko sælkeri!

Engin ummæli: