miðvikudagur, mars 14, 2007


Halló halló!

í dag var danssýning hjá okkur á Flúðum! Mamma kom að horfa á ! Var rosalega gaman, þó svo ég var ekki alveg til í að sleppa henni og dansa sjálfur. Svo við dönsuðum saman. Svo á eftir var foreldrum boðið í kaffi og kökur sem við krakkarnir bökuðum ! Þá reyndar virkuðu fæturnir mínir alveg. Svo sýndi ég henni dótið sem mér finnst gaman að leika mér með, bílabrautina, kubbana, eldavélarnar sem við krakkarnir bardúsum mikið við. Þetta var svo gaman. Við sátum svo heillengi og nutum þess að fá okkur kaffi saman, og spjölluðum heilmikið. Svo þurfti hún að fara aftur í vinnuna, en ég er svo stór strákur að það er allt í lagi. Mér finnst svo gaman á leikskólanum, ég hljóp inn að leika, vitandi að ég sæi hana þegar hún kæmi úr vinnunni. Við dundum okkur alltaf eitthvað á kvöldin, þá eigum við alltaf góðar stundir.

Mamma tók nokkrar myndir í dag og er meira að segja búin að setja þær inn á netið: Dansdagur Undralands.

Engin ummæli: