miðvikudagur, mars 21, 2007

hæ hó! ég er á leikskólanum og hef það gaman!
Fór samt ekki á mánudag þar sem ég fékk í eyrað mitt!! Svaf ekkert um nóttina, og fann rosalega til. Fékk að kúra hjá mömmu alla nóttina. Hitti svo ömmu Siggu á mánudag, en afi Magnús komst ekki að skoða mig svo voða fín kona fékk að skoða mig í staðinn. Gróa heitir hún og hún var rosa fín.
Það sem sagt sprakk á himnunni, og gröftur og bjakk sullaðist út, þess vegna fann ég svona til. Típísk eyrnabólga. Mamma alveg miður sín, hún hefur passað eyrun mín frá því ég kom í heiminn, aldrei húfulaus, er ekki í reykumhverfi, ligg ekki með pela (pftt ég er líka orðinn sko allt of stór fyrir svoleiðis smábarnadót) Svo Gróa læknir sagði að mamma væri að gera allt rétt, þetta gæti komið vegna flensunnar sem ég fékk, komið frá einhverjum í leikskólanum, við værum öll með sýkil í nebbanum.
En góðu fréttirnar eru þær að ég er svo hraustur að eðlisfari að ég þarf ekki sýklalyf, ekkert, og strax á þriðjudag var ég orðinn ég sjálfur aftur og fór á leikskólann!
Við fengum góða gesti um helgina. Þórhalla móðursystir mín og Hjörtur Smári sonur hennar komu í heimsókn og voru hjá okkur alla helgina! Hjörtur var að keppa á skíðum á Dalvík og til að stytta keyrslu á milli gistu þau að sjálfsögðu hjá okkur. Hjörtur meira að segja fékk silfurpening á mótinu!! Rosalega duglegur! Hann líka kubbaði fyrir mig og sýndi mér fullt af skemmtilegu til að kubba :) svo gaman að fá gesti! Nokkrar myndir af þeim hér!!

Engin ummæli: