þriðjudagur, janúar 29, 2008


Hæ hæ og hó!!!

Ég er hress og kátur. Átti fína helgi, fórum upp í sveit eftir skóla/vinnu á föstudaginn þar sem mamma mín fór með Þórhöllu frænku, Lárusi og Sylvíu á Þorrablót. Þau voru öll svo fín, og ég knúsaði mömmu mína með þessum orðum "mamma fín"

Við Hjörtur frændi vorum í passi hjá afa og ömmu á meðan. Og það var svo gaman. Ég hafði góða lyst á þorramatnum um kvöldið - ólíkt í skólanum. Hjörtur frændi las svo fyrir mig og hann setti mig líka í rúmið. Enda er ég svo hrifinn af honum Hirti og lít svo upp til hans, enda er hann svo stór og flottur strákur!!

Við mamma fórum svo inneftir daginn eftir - mamma var að vinna á laugardaginn. Ég fékk aðeins að kíkja í búðina hennar. Fékk bóndadagsköku og mjólk. Kíktum svo á mótorhjól. Pabbi kom svo og sótti mig.

Sunnudagurinn var rólegur og notalegur, reyndar kaldur, roksamur úti, en rólegur og notalegur inni. Við mamma vorum bara heima og nutum þess í botn að hafa ekkert að gera. Ég naut mín með dótinu mínu. Finnst ég hafa verið eitthvað svo lítið heima - þusaði reglulega "gott að vera heima"

Engin ummæli: