föstudagur, janúar 25, 2008

Halló halló !!
í dag er sko gaman!! Mamma mín kom í skólann í hádeginu og við blótuðuðm þorranum í skólanum. Mamma og pabbi Jóhannes vinar míns komu líka og sátum við öll saman á borði þar sem við Jóhannes gátum spjallað líka saman. Þetta var alveg rosalega gaman. Nema ég er ekki að borða eins og ég er vanur. Borðaði ekkert í gær, og jú smá ristað brauð í morgun, en ekkert meir. Mamma krossleggur fingur og vonar að ég sé ekki að verða veikur. Við förum upp í sveit á eftir, mamma ætlar að smella sér á þorrablót þar. Svo komum við heim á morgun þar sem hún er að vinna og ég ætla til pabba.
Mamma og mamma Jóhanness ræddu um að við tveir myndum hittast td eitthvað um helgar. Það væri rosalega gaman að hitta vin minn utan skólans !!
En myndir af þorrablótinu verða að koma síðar þar sem mamma er ekki að finna einn kortalesara í vinnunni sem virkar sem er ekki innpakkaður í umbúðir og er til sölu...
eigið góða helgi og krossið fingur með mömmu að ég sé ekki að fá gubbuna
ykkar Gabríel Alexander

Engin ummæli: