laugardagur, janúar 19, 2008


hæ hæ !!

Við mamma erum sko í samningaviðræðum varðandi bleyjur og koppa núna ! Já ég sest, segi piss piss stend svo upp og segist vera búinn að pissa. En málið er að það er ekkert í koppinum, svo mamma segir að ég sé ekki búinn að pissa. Svo fer ég í bubba byggir brókina mína og í náttbuxur, líða ekki 5 mínútur og ég labba frekar niðurlútur til mömmu; blautur...

Annars er allt hið besta að frétta af okkur mömmu. Í vikunni fékk ég hita hósta og hor. Mamma keyrði á móts við ömmu á miðvikudagsmorgunn og var ég hjá þeim á fimmtudaginn líka. Þá kom mamma og sótti mig. Ég var nefnilega hress sunnudag, fór í skólann á mánudag, þær á Flúðum hringdu í mömmu um hádegi og hún kom og sótti mig, ég var heima með mömmu á þriðjudag, og var ógurlega hress- og mamma hélt að nú gæti ég sko farið í skólann á miðvikudag, en nei; 38° seinnipartinn á þriðjudag svo mamma ákvað að vera ekkert að sénsast neitt og bað ömmu að passa mig svo hún gæti unnið.

Mér finnst nú alltaf svo gaman í sveitinni að ég var sko alveg sáttur !

Mamma er ekki að vinna þessa helgi. Við áttum snilldar laugardag í dag. Sváfum til níu!! og í íþróttaskólann kl tíu. Ég er feiminn við krakkana. Þau eru líka heldur yngri en ég, mamma ætlar að ath hvort ég megi prufa eldri hópinn. En við vorum allann tímann auðvitað og í endann var ég farinn að hlaupa með hinum og hló mikið. Það var rosalega gaman hjá okkur.

Mamma tók myndavélina með og ætlaði sko að taka myndir - en hún gleymdi batteríinu í hleðslu heima, svo engar myndir þaðan í dag ..

Þar sem ég svaf sov lengi í morgun þá svaf ég ekki mikið í dag. Við vorum farin út um hálf þrjú á rúntinn. Fórum á Glerártorg, lékum okkur í Bubba byggir tækinu. Verlsuðum og hlógum mikið.

Bökuðum svo okkur pizzu þegar við komum heim og ég fékk heiðurinn á að setja ostinn á :) ég er svo duglegur að elda skal ég sko segja ykkur!!

Enda eftir matinn (sem var auðvitað góður þar sem ég eldaði) þá sofnaði ég í fanginu á mömmu fyrir framan sjónvarpið. Það gerist ekki oft. En dagurinn var bara svo góður og mér líður svo vel. Ég slakaði alveg á, knúsa mömmu mína og datt út. Opnaði smá augun þegar hún bar mig inn í rúm, greyp Gogga og hélt áfram að sofa.

Góða nótt og eigið góða helgi.

Ykkar Gabríel A.

Engin ummæli: