miðvikudagur, janúar 02, 2008


Halló halló!!!

ég er kominn heim og í skólann minn. Vaknaði í nótt og skreið uppí til mömmsu og muldraði á leiðnini "gott að vera heima"

Við áttum yndisleg jól hjá afa og ömmu. Fékk langt og gott frí, enginn þvælingur, sofa, borða og leika mér. Ekkert bílstúss, bara heima í sveitinni. Fór í fjárhúsin, gaf rollunum, gaf minni gimbur brauð og hjálpaði afa við að gefa.

Fékk fullt af góðum gjöfum og vil ég þakka kærlega fyrir mig!! 26 bílar!! Ég var orðinn býsna pakkaglaður á aðfangadagskvöld.

Ég hélt uppá afmæilið mitt á aðfangadag, með köku og kaffi og mættu fullt af fólki í veislu og fékk ég afmælispakka! Sungu allir fyrir mig og ég var afskaplega sæll með þetta allt saman.

Ég fékk að opna einn pakka líka á meðan beðið væri eftir matnum. Mamma leyfði mér að opna frá henni svo við gætum leikið okkur með það. Í honum leyndist forláta lego brunabíll! Og var ég rosalega kátur með það.

Ég borðaði rjúpur af bestu lyst. Og hjálpaði við að ganga frá eftir matinn ! Því næst fórum við í pakkana aftur.

Afi og amma gáfu mér bílarennibraut og bílskúr. Það mátti sko setja það strax saman fyrir mig ! og svo vildi ég bara leika mér þar. Kláraði að opna fleiri pakka en endaði á að leika mér í rennibrautinni!!

Hjörtur frændi kom og lék við mig síðar um kvöldið og ég var svo sæll með þetta allt saman.

Á gamlárskvöld var ég sko orðinn stór strákur! Ég var smá hræddur fyrst við raketturnar en svo var ég farinn að hrópa búmm búmm og yessss - klappa saman og kalla "frábært frábært" En mér þótti betra að sitja hjá ömmu eða mömmu. Herkúles var lokaður inni því hann vildi bara hlaupa og glefsa í getturnar.

Við fórum á brennuna og mér fannst það spennandi að sjá eldinn og þar var haldin meiriháttar flugeldasýning.

Mamma er búin að setja inn myndirnar og þær má sjá hérna: Jólin 2007

Engin ummæli: