miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Kátur strákur

hæ hæ !

ég er kátur strákur!  Nóg að gera hjá mér.  Er reyndar svolítil mömmumús þessa dagana.  Er ekkert allt of sáttur við að skilja við hana á morgnana.  En ég veit alveg að það er óhjákvæmilegt; mamma þarf að vinna.

Mamma gaf mér spiderman búning! ég man þegar hún fór og keypti hann um mánaðarmótin, ætlaði sko ekki að brenna inni með mig búningslausan.  Ég varð svo glaður þegar ég sá pokann og hvað var í honum. Þetta var sl föstudag og ég svaf í honum fyrstu nóttina.  Og ég fékk að taka hann með til afa og ömmu á laugardag! mamma var að fara á þorrablót í Reykjadal með Önnu og Hermanni og ég gisti hjá afa og ömmu á meðan. 

Mamma ætlar að bæta mér það upp að hafa ekki farið í Fellshlið lengi með því að fara aftur næstu helgi þangað.  Hún Blíða okkkar á hvolpa og ég vil fá að sjá þá :) hlakka mikið til.  Auk þess sem ég hlakka bara til að hitta Önnu go Hermann- svo ógurlega langt síðan ég sá þau síðast.  Það er mikill snjór núna, og það er jafnvel planið að koma mér á vélsleða :) það verður bara spennandi að sjá hvernig þeim tekst það ha ha ha !

Annars er ég bara kátur.  Vil helst bara fara strax heim með mömmu þegar hún sækir mig.  Hún hefur verið að sækja mig uppúr 4 á daginn og oft erum við komin heim hálf fimm.  Mikið er það nú notalegt! Ég sekk mér í leik, og legg undir mig alla stofuna, og jafnvel herbergið hennar líka! Við kveikjum ekkert á sjónvarpinu núorðið, ekki fyrr en fréttir byrja. 

Engin ummæli: