mánudagur, mars 16, 2009

283 dagar til jóla

hæ hæ !!

Ég er kominn í skólann aftur, var svolítið lítill í mér en harkaði af mér og vinkaði mömmu í glugganum.  Hjálpaði mér að vita að pabbi minn ætlar að sækja mig í skólann og fara með mig í sund í dag!

Ég hlakka svo til að hitta pabba minn.  Hef ekki hitt hann síðan einn laugardag í janúar.  Ég var farinn að hafa áhyggjur að ég gæti ekki hitt pabba út af fætinum mínum og sagði við mömmu í síðustu viku að ég yrði að æfa fótinn svo ég gæti hitt pabba, en hún var nú fljót að segja mér að það ég gæti alveg hitt pabba þó fóturinn væri lasinn.  Pabbi minn var bara lasinn og þurfti til Reykjavíkur.  Það að ég hefði ekki hitt pabba minn svona lengi kæmi fætinum mínum ekkert við.  Pabbi er kominn heim núna og hann ætlar að sækja mig í skólann í dag og við ætlum í sund.  Og fóturinn er ekki kominn í lag ennþá!

En ég er samt farinn að labba mikið meir en ég gerði!  Labbaði niður stigann heima, um helgina og er farinn að labba mikið meira.  Mamma er alveg hætt að þurfa að halda á mér!

Við mamma áttum skemmtilega helgi! Fórum í bíó á laugardag á myndina Ævintýri Despereaux og það var rosalega gaman! Ég skemmti mér konunglega og mamma líka.  Mamma hlær alltaf jafn mikið og ég; hún hefur jafn gaman af þessum myndum og ég! Fengum okkur popp, nammi og kók.

Í gær fórum við á rúntinn í góða veðrinu.  Mamma mín gaf mér ís, og við fórum í jólahúisð!  Ég er svo kátur, það er svo gaman í jólahúsinu. 

Við mamma spiluðum, kubbuðum, máluðum, og áttum alveg frábæra helgi!

gaman ad mala

Engin ummæli: