fimmtudagur, mars 05, 2009

kominn í skólann

hæ hæ

ég er kominn heim.  Mikið var gott að fá mömmu mína í gær! ég var sko alveg tilbúinn til að fara heim.  En að stíga í fótinn, var ekki alveg að gera sig.  Ég var ekki alveg á að láta það eftir þeim.  En ég vildi samt fara til mömmu og heim með mömmu. 

Mikið var gott að koma heim.  Varð nokkurskonar spennufall.  Ég var ð bara sybbinn og strax á eftir Simpsons þá vildi ég bara fara að sofa.  Mamma las fyrir mig um Kálfinn sem gat ekki baulað og ég las Dúmbó bókina mína.  Og ég vildi hlusta á bílasöguna mína á geisladisknum mínum.  Já það var ósköp gott að komast heim. Enda búinn að vera að heiman í viku!

Í morgun vildi ég ekki fara í skólann.  Fór að grenja.  Frekjugrenj.  Ég vildi bara vera heima.  Heima hjá mömmu, horfa á barnaefnið og leika mér með dótið mitt.  Ég veit alveg að það er ekki til umræðu og stendur ekki til boða.  Ég bara varð aðeins að sýna mótþróa.  Ég tyllti svo smá í tærnar fyrir mömmu "sjáðu mamma ég stend eins og þú sýndir mér" og mamma varð svo glöð! Hún hrósaði mér fyrir hvað ég væri duglegur.  Og sagði að fóturinn yrði nú fljótur að batna þar sem ég væri svo duglegur.  Og þerraði tárin mín.  Og ég fór í skólann.

Ég nefnilega ætla að vera duglegur og æfa mig.  VIð ætlum í Jólahúsið á sunnudag og ég bað um að fá að fara upp í turninn.  Og ég kemst ekki þangað nema að labba sjálfur.  Og mamma mín ætlar að fara með mig :o) ég á soldið góða mömmu.  Allavega saknaði ég hennar ógurlega þegar ég hvar ekki heima.

DSC00545

Engin ummæli: