mánudagur, mars 23, 2009

Afmæli

hæ hæ ! í dag á hún mamma mín afmæli  - Til hamingju með daginn elsku mamma mín!

Ég gaf mömmu smá afmælisgjöf um helgina.  Með hjálp ömmu á laugardaginn þá valdi ég gjöf handa mömmu alveg sjálfur. Amma vildi ég að myndi velja eitthvað td nammi, eða í hárið eða eitthvað – en ég ákvað að mamma mín ætti sko að fá kubba í afmælisgjöf! Og ég valdi kubbageimflaug!

Ég átti afskaplega erfitt með að bíða með að gefa mömmu pakkann.  Svo hún fékk gjöfina sína á laugardaginn.  Og hún var svakalega ánægð.  Jú amma fékk að setja smá hárband í pakkann líka. En mamma var kát að fá kubbageimflaug í afmælisgjöf frá stráknum sínum! Og ég hjálpaði henni við að opna pakkann, og hún fékk nú að kubba saman geimflauginni (gat það ekki sjálfur) og svo er ég búin að sjá um að leika með geimflaugina alveg fyrir mömmu haha..

það var gaman uppi í sveit um helgina – eins og alltaf.  Mamma og amma fóru í jarðböðin á laugardagskvöldinu og ég fékk að vera hjá afa á meðan.  og það var sko gaman hjá okkur.  Var með súkkulaði frá eyra til eyra, fékk kók og flögur, og átti skemmtilega stund með afa! Gaman þegar við erum tveir saman og mamma ekki að skipta sér af! hehe

Þórhalla frænka mín átti stórafmæli á laugardaginn. . Og fékk ég að knúsa hana í gær.  Fékk meira að segja að gefa henni jólagjöf – ég labbaði með gjöfina okkar mömmu til hennar og sagði “til hamingju og hér er jólagjöf handa þér” :o) – Til hamingju með daginn elsku Þórhalla frænka!!!!

Núna er ég farinn að labba alveg eðlilega ! Þetta kom á föstudagskvöldinu og ég er liggur við búinn að labba síðan.  Varð á laugardaginn heldur þreyttur í fætinum, hef ekkert notað hann í mánuð.  þannig ég er kátur strákur eins og alltaf! Fór í fjárhúsin í gær.  Var gaman að hitta Rindil aftur og gefa þeim brauð.  Reyndar sér mamma um að gefa brauðið – ég borða það bara.  hehe.  Afi og amma höfðu orð á því hvað ég hafði stækkað bara siðan ég var hjá þeim síðast. Og það er alveg satt- það tognar mikið á mér núna þessa dagana.  Enda sef ég vel og mikið og borða mikið. Og er alltaf að hreyfa  mig.  Ég er í góðu jafnvægi, og er mjög kátur þessa dagana!

Eigið góðan dag!
Ykkar Gabríel Alexander

GAH i glugga

Engin ummæli: