þriðjudagur, febrúar 10, 2009

Fellshlíð um helgina

hæ hæ ! Ég er alltaf jafn kátur.  Mamma var beðin um að taka þátt í Comeniusarverkefni fyrir leikskólann minn.  þar átti hún að skrifa um mig, rútnínuna okkar á morgnana, á kvöldin, í matartíma, háttartíma, hvað mér þætti gaman að gera, hvað við gerðum eftir skóla og svo framvegis.  Og hún átti að mynda allt, og hún var með myndavélina á nefinu alla síðustu viku :) Enda náði hún nokkrum góðum af mér :)

Mamma var boðuð á foreldrafund á föstudaginn.  Og hún var ekkert smá stolt af mér - ég fékk svo góða umsögn.  Alltaf góður og duglegur.  Duglegur að leika mér, að borða, að taka þátt í öllu.  Brosmildur, og góður í mér.  Ég er enn á góðu róli hvað varðar þroskann minn, ég fékk sem sagt mjög gott út úr þessu öllu saman!

Við fórum í Fellshlíð á föstudag eftir skóla/vinnu. Alltaf gaman að koma þangað.  Mamma var búin að lofa mér svo lengi að fara og núna eru hvolpar þar! og Við skelltum okkur! Ég vildi bara gleypa heiminn,með Önnu og Hermanni þegar við komum þangað! Hermann var reyndar að vinna og ég beið og beið eftir honum.

Hvolparnir voru alveg æðislegir.  En ég var heldur feiminn við þá.  Þeir eru svipað stórir og Þruma sem býr í Grænugötu hjá Huldu, en eru bara litlir.  Ég vildi klappa þeim en var samt hálf smeykur við þá.  Vildi heldur bara klappa Blíðu sem er svo falleg og skemmtileg.

Hermann kom heim með pizzu! og svo fengum við snakk og nammi á eftir ! ég sofnaði vel í Fellshlíð, ég sef alltaf vel þar! Ætlaði svo að reka mömmu á lappir um sjö, en mér tókst það ekki.  Og viti menn ég þorði ekki á sleðann hja Hermanni! Ég var búinn að tala um sleðann í marga daga! En nei.  Blíða fór. 

Ég fór bara inn aftur að leika mér - það var líka kallt úti! Það er til svo mikið af flottu dóti í Fellshlíð!! Svo fórum við mamma heim um þrjú.  Anna frænka var lasin, hún var búin að vera með flensu í vikunni, og mamma sá að hún þyrfti hreinlega að leggja sig!

Ég fór til pabba þegar við komum í bæinn.  Fór í bíó með þeim, og gisti í Grænugötu.  Gaman að hitta fólkið þar, hef ekki hitt þau svo lengi!

Freyja and Frigg

Freyja (brúna) Frigg (svarta)

Engin ummæli: