mánudagur, febrúar 23, 2009

Fótbrotinn

hæ hæ !

Mömmu var hætt að lítast á blikuna þegar ég vildi ekki enn stíga í fótinn á föstudagskvöld eða laugardagsmorgun.  Þegar mútur dugðu ekki og ég var farinn að svara því að ég bara vildi ekki fara í bíó aldrei aftur þá varð mamma áhyggjufull.  Súkkulaði og kók dugði ekki heldur til... Þannig að á laugardagsmorgun þá spurði mamma hvort ég vildi prufa og ég sagði nei.  Þá sagði hún að ég yrði að fara aftur til læknis. 

Og við vorum komin uppá slysó kl 9 á laugardagsmorgni! Þar kemur fyrst ein kona og skoðar, hún segist vilja bíða eftir barnalækninum sem kemur klukkutíma síðar.  Hún skoðar mig vel.  Hún sér að ég er fínn í ökklanum, ekkert að mér þar.  Og segir að þegar börn hlýfi fætinum eins og ég geri og svona lengi þá segir það til um brot.  Og þau taka það alvarlega.  Nú ég var klæddur úr buxum og sokkum.  Og hún skoðaði fæturna mína frá mjöðm og niður fyrir tær.  Ekki sentímeter sem varð eftir óskoðaður.  Og hún fann bólgu á sköflungnum, um þumli ofar ökkla.

Og hún kallar á bæklunarlækni sem skoðar þetta svæði.  Og hann finnur sáran blett á fætinum mínum.  Hann þrýstir á marga staði en alltaf kveinka ég mér á þessum stað, og er samkvæmur sjálfum mér varðandi það.  Og hann úrskurðar mig brotinn.  Ástæða þess að brotið sést ekki á mynd er að það er væntalega í vaxtalínu á beininu mínu.  En hann sagði að reynslan segði honum að þetta væri brot, lítið en brot engu síður.  Hann vildi ekki setja mig í gifs.  Ég næði að sofa, og leika mér.  En ef mamma finnur þess merki að mér líði illa þá ætti hún að koma með mig.  Og ég á ekki að stíga í fótinn fyrr en í fyrsta lagi á mánudag eftir viku!

Þegar við vorum búin hjá læknum og liði þá fórum við á Glerártorg og ég fékk verðlaun.  Mömmu fannst ég eiga alveg skilið að fá verðlaun þar sem ég var svo duglegur og hlýðinn.  Ég valdi mér Leift með pittstoppi! Ég er búin að horfa á hann lengi og langa í hann lengi! Og svo fórum við mamma heim.  Hún leyfði mér að horfa á Bolt, og ég mátti fá flögur og nammi.  Enda nammidagur ! Við vorum bara heima og það var gaman að eiga mömmu heima einn.  Sunnudag líka.  Kíktum aðeins út, fórum í Hagkaup og náðum okkur í bollur.  Mamma reyndar keypti handa mér verkjalyf í tuggutöflum.  Og ég varð vel hress eftir það. Mamma sá mikinn mun á mér í leik! Svo þegar lyfið hætti að virka þá kvartaði ég um aftur í fætinum.  Ég fékk svo aftur þegar ég var að fara að sofa og svaf í einum dúr frá kl 8 til 6.  Hef ekki sofið svo vel lengi.  Mömmu fór að gruna að verkurinn væri kannski að há mér eitthvað. 

En allavega.  Jóhannes vinur minn átti afmæli núna 19. febrúar.  Og hann hélt uppá afmælið sitt á föstudaginn 20. og bauð okkur Snæbirni, Thelmu Dögg og Ólöfu Öldu.  Og það var rosalega gaman!! Strákarnir eru voða góðir við mig meðan ég er lasinn í fætinum og Jóhannes meira að segja fær samúðarverki með mér og haltrar við hliðina á mér.  Skiptir svo um fót til að haltra í.  Og við fenugum köku og nammi!  Svo lékum við okkur mikið og lengi.  Mömmur okkar voru velkomnar líka og þær sátu svo og drukku kaffi og fengu sé köku líka á meðan við lékum okkur.  Það er svo gaman að fá að leilka heima hjá vinum sínum, en ekki bara á leikskólanum. 

Mamma er búin að setja myndirnar inn frá afmælinu: Jóhannes Geir 4. ára

gah ammli

Engin ummæli: