fimmtudagur, febrúar 26, 2009

Oskudagur 2

hæ hæ !

við mamma fórum í sveitina í gær.  Mamma sótti mig kl 12 þar sem leikskólanum lokaði vegna starfsdags skólans.  Við fórum nú fyrst í vinnuna hennar mömmu og sungum Bubbi Byggir og ég fékk nammi.  Og svo fórum við í gömlu vinnuna hennar mömmu og sungum þar og ég fékk meira nammi - sniðugt þetta !

oskudagur1 Við komum mátulega í athöfnina uppi í Grænum Lausnum.  Elstu krakkarnir voru að byrja að slá.  Ég þekkti ekki frænda minn hann Skarphéðinn.. Svo komu yngri krakkarnir og byrjuðu að slá. Mamma spurði mig hvort ég vildi prufa en ég var alveg fastu á að prufa ekki.  Ég er svolítið óöruggur með mig svona fótalaus.  Ég naut mín í kerrunni með nammið og horfði á :o)

Afi hjálpaði litlu krökkunum og Lárus stjórnaðist í þeim stóru.  Svo var farið inn í svala og súkkulaði og fullorðna fólkið fékk kleinur og kaffi. 

Við mamma kíktum svo til Þórhöllu frænku og Hjartar Smára.  Hjörtur frændi minn var lasinn svo hann komst ekki, en við færðum honum nammi - vonandi líður honum betur ! Hann er reyndar með mér í passi hjá ömmu í dag - gaman hjá okkur - og við lofuðum að vera þægir við ömmu :o)

Mamma er búin að setja myndirnar inná flikkrið okkar : Öskudagur 2009

oskudagur2

Engin ummæli: