mánudagur, febrúar 16, 2009

Vélsleðar og mótorhjól

hæ hæ !! Afi minn og amma komu og heimsóktu mig í skólann á föstudaginn og þegar mamma sótti mig þá ljómaði ég af hamingju út af þessu öllu saman! það var svo gaman að fá þau í heimsókn, sína þeim dótið og skólann minn. 

Við mamma fórum uppí sveit um leið og við vorum búin að vinna.  Ég var svo kátur að koma í sveitina.  Við mamma með heila helgi fyrir okkur saman! Afi búinn að græja vélsleðann þeirra Jenna og hann kom á honum heim að húsi á laugardagsmorgunn. 

Byrjuðum reyndar á að fara í fjárhúsin og láta út.  Loksins var orðið gott veður og kindurnar okkar fengu að fara út í góða loftið.  Þær voru svo kátar að sjá okkur, og við komum með brauð handa þeim.  Krulla gamla hún fór nú með framfæturnar uppá mömmu þegar hún var að gefa þeim brauð, hún Krulla er svo frek. Rindill og Gabríela (kindin  mín sem á að heita Lukka en allir kalla Gabríelu) voru kurteisari, en ekki samt svo þar sem þau óðu skaflana til að komast sem fyrst í brauðið.  Svo vegna þess að ég fæ alltaf brauð líka þá voru þær farnar að elta mig þegar brauðið var búið í pokanum, en ég hélt fast á mínu og gaf mig ekki :o)

Að venju kíktum við á Jenna.  Mjólk og kex er hefðin mín og vil ég halda fast í hana.  Mér finnst gaman að fara í Belg. 

Svo var haldið heim á sleða.  Fyrst fór afi einn hring, svo tók mamma við einn hring og bauð mér með sér.  Og ég þáði það og við fórum fyrst hægt upp að horni (eftir gangstéttinni) og aftur til baka.  Þá vildi ég fara af.  Mamma hoppaði af og afi settist fyrir aftan mig og  þau náðu að sannfæra mig um að fara með afa einn hring uppí fjall.  Og við fórum.  Vá hvað það var gaman!!

þá ákvað ég að þetta væri nú orðið gott, ég vildi fara í búðina og fá mitt laugardagsnammi.  Og mamma gerði það. Ég var afskaplega ánægður með sleðaferðina, og ég ljómaði, þetta var virkilega gaman!

Þegar við komum aftur úr búðinni ákvað mamma að taka einn rúnt aftur fyrir mat.  (hádegismat) Og þá kipptist ég til og vildi taka rúnt með henni aftur og við tókum góða salibunu, eftir allri hlíðini, uppá golfvöll og niður aftur.  Hrikalega gaman!

Við fórum og horfðum á mótorhjólin eftir hádegi. Sylvía mín var ekki að keppa, en það var samt gaman.  Ég var eins og endra nær hræddur við hávaðan, en gaman að horfa á. 

Sunnudag fórum við mamma aftur rúnt áður en við fórum heim. 

gah_yamaha

Engin ummæli: