miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Öskudagur - Spiderman

gah2

hæ hæ hó hó ég er Spiderman í dag !!! Loksins rann upp þessi dagur sem ég mátti fara í Spidermanbúningnum í skólann!! Ég var ekkert smá kátur í morgun þegar mamma kom með búninginn. Hoppaði á öðrum fæti beint til hennar til að klæða mig - hefði snennilegast hoppað hringinn í íbúðinni ef ég væri ekki fótbrotinn. 

Og það er vont veður.  Mamma er dulítið stressuð yfir því.  Við ætlum sko uppí sveit að slá köttinn úr tunnunni þar.  Þar er hefðin að kötturin er sleginn úr tunnunni uppi á verkstæði Grænna Lausna.  Áður var þetta Kísiliðjan, og þó hún hætti þá breyttist það ekki neitt.  Og afi minn er sko potturinn og pannann í þeim efnunum!! 

Og ég á að verða eftir þar.  Dagarnir eru of langir í skólanum fyrir mig svona fótbrotinn og það er kærkomin hvíld að fá að fara til afa og ömmu.  Mamma getur ekki alltaf hætt svona fyrr á daginn. 

En fyrst munum við syngja í vinnunni hennar mömmu og ætlum að syngja líka í EJS :o)

Í gær fengum við nýjan rafgeymi í súbbann.  Ég var þreyttur eftir daginn og steinsofnaði á meðan þeir hjá Olís settu geyminn í:

24022009

Engin ummæli: