mánudagur, febrúar 16, 2009

á slysadeild

Í dag var hringt í mömmu mína tuttugu mín í tvö.  Ég var meiddur á fæti á Flúðum.  Ég hafði verið að leika mér í útiverunni í dag og dottið með þeim afleiðingum að ég get ekki stigið í vinstri fótinn minn. Mamma kom og sótti mig strax og við fórum uppá slysó.  Þar skoðaði læknir mig og fann ekkert að við fyrstu sýn, en ég kveinkaði mér við að stíga í fótinn.  Svo hann vildi að ég yrði myndaður, og ég var rosalega duglegur ! 

Við myndir sást ekkert brot, mamma varð ekkert smá ánægð með það! Læknirinn skoðaði mig betur og snéri öðruvísi uppá ökklann minn og þá hitti hann á vondan stað.  Ég er með tognuð liðbönd :(

Mamma verður heima með mig allavega á morgun og jafnvel á miðvikudag líka.  Hún allavega þarf að halda á mér um allt. 

Þar sem ég var svo duglegur þá fórum við í Hagkaup (mitt val að fara í appelsínubúðina) og ég valdi mér bangsa í dugnaðarverðlaun. 

Sit núna með popp og nýja bangsann minn og horfi á Bolt. 

16022009

Engin ummæli: