þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Halló halló!!
Mamma biðst inninlegrar afsökunnar á þessu skrifleysi í sér.
það er rosalega marg búið að gerast - eins og alltaf. Mamma er byrjuð að vinna, vinnur hjá Bechtel við fjarðarál, er semst að borga reikn fyrir þá, eða að vinna þá undir borgun öllu heldur. Við pabbi erum heima á meðan með Kítöru.
Ég er orðin svo stór. Ekki byrjaður að labba enn, en 2 tönnslur í viðbót að koma, þá er ég kominn með átta!! Ég er alveg hættur að borða barnagrauta nema á morgnana, hættur að drekka SMA blönduna, núna fæ ég stoðmjólk, og léttmjólk. Ég við bara borða það sem mamma og pabbi borða, fisk, kjöt og kartöflur, slátur, bjúgu og grjónagraut! Lýsið mitt tek ég alltaf samviskusamlega á morgnan.
Ég er aldrei kjurr. Ég reyni að ganga með öllu sem ég næ í, og vil skoða allt. Allt er svo spennandi. Til dæmis veit ég að ef ég kasta fiskibollubita á gólfið þá sækir Kítara það!!!