mánudagur, mars 30, 2009

Vont veður

hæ hæ !!

Pabbi kom og sótti mig í skólann á föstudaginn.  Og ég gisti hjá þeim eina nótt og skemmti mér vel ! Orðið heldur langt síðan ég hafði gist hjá honum síðast svo ég var afskaplega kátur með þetta allt saman.  Ég kom svo heim til mömmsu minnar um fjögur á laugardag.  Stutt stopp hjá pabba núna, en næstu helgi fer ég með honum í ferminguna hans Atla bróður úti í Eyjum.  Það verður örugglega mjög gaman að hitta alla!!

Við mamma áttum góðan sunnudag.  Við mamma bökuðum skinkuostahorn.  Mamma var með litla uppskrift, og skipti henni í tvennt og þegar hún var búin að fletja út sitt deig rétti hún mér keflið og hinn helminginn af deginu.   Ég flatti mitt út, varð heldur sporöskjulaga en hringlótt en mamma skar fyrir mig í 8 lauf.  Hún sýndi mér svo á einu laufi hvað ég átti að gera með skinkuna og ostinn, hvernig ég ætti að rúlla upp og setja á plötuna.  Og rétti mér svo diskinn með skinkunni og ostinum.  Hún fór svo bara að ganga frá og leyfði mér alveg að græja þetta.  Og já – ég gerði þessi flottu ostahorn.  Hún þurfti ekkert að hjálpa mér! Og þetta varð rosalega flott hjá mér (mamma er heldur montin af mér núna) Ég kláraði sem sagt að setja í þau og rúllaði upp sjálfur 7 laufum og setti á plötuna.  Svo fékk ég að pennsla mjólkinni yfir.  Og úr urðu til gómsæt skinkuostahorn ! (kjams kjams)

Svo fann mamma fann til föndurdótið sitt og var að ath hvort málningin hennar sem hún hefur notað til að föndra með á kerti og glermálningin hennar væru enn í lagi.  Ég var nú snöggur að ná í pappír og við máluðum listaverk saman.  Mamma mín hengdi svo upp þær myndir sem ég málaði.  Eina mynd af risaeðlu, aðra mynd af eldi og enn eina mynd af sjó með doppum.  Þessar myndir mínar fóru uppá vegg.  Svo málaði ég eina sem ég tilkynnti mömmu að væri handa afa mínum og hún er af gíraffa:

DSC00793 DSC00794

föstudagur, mars 27, 2009

Snjór snjór snjór!

Hæ hæ!

í gær átti pabbi minn afmæli – til hamingju með daginn !! ég einmitt hringdi í hann í gær og þóttist svo ekki muna hvað ég ætlaði að segja, var eiginlega hálf feiminn.  En pabbi ætlar að sækja mig í skólann í dag og ég ætla að gista hjá þeim í nótt. Er voða spenntur og voða kátur.  Knúsaði mömmu mína og sagði henni að ég elska hana og sakna hennar, kyssti hana á kinnina og hljóp inn að leika. 

Ég er í mjög góðu jafnvægi þessa dagana.  Náði mér í lúr í skólanum bæði mánudag og þriðjudag og hef verið að sofa vel í vikunni.  Þreyttur í morgun, var ekki vaknaður á undan mömmu.  En mamma hafði splæst á mig “pokapuggs” (cocoa puffs) í morgunmat og ég skutlaðist framúr þegar ég mundi eftir því. 

Ég er orðinn svo duglegur.  Mamma hefur alltaf hjálpað mér að klæða mig á morgnana en í þessari viku þá hjálpar hún mér með sokkabuxurnar, en svo sé ég um rest sjálfur.  Og svo fékk ég hrós úr leikskólanum hvað ég væri duglegur.  Brynja sagði  mömmu minni að ég væri svo duglegur, þegar ég væri að fara út og koma inn þá klæddi ég mig alveg sjálfur í útifötin og skóna.  Ef ég þarf að pissa úti þá kem ég inn, klæði mig úr og í og út aftur, án þess að segja orð.   Þarf ekki hjálp eða neitt.  Ég er nefnilega orðinn svo stór!

Við mamma lesum alltaf saman á kvöldin.  Og ég er að byrja á leikskólanum að skoða stafina.  Mér finnast þeir spennandi.  Og bækur spennandi.  Stundum tek ég bækurnar mínar  og les fyrir mömmu.  Þá rek ég fyrir hana söguna út frá myndunum.  Og í gær kenndi ég henni lag sem við erum að syngja í skólanum.  Gaman að geta kennt henni hluti sem ég er að læra :o) og svo er hún farin að kenna mér á klukku.  Hún sýnir mér hvar vísarnir eiga að vega þegar eitthvað gerist.  og ég fylgist svo með klukkunni og segji henni reglulega hvar stóri vísirinn er, því hann hreyfist hraðar :)

Og núna er mikill snjór hjá okkur!! Ef veður leyfir þá förum við í Fellshlíð á morgun, en spáin er nú ekki okkur í vil.  Mamma ætlar að sjá til á morgun. 

25.03.09

Ég óska ykkur öllum góðrar helgar
ykkar Gabríel Alexander

mánudagur, mars 23, 2009

Afmæli

hæ hæ ! í dag á hún mamma mín afmæli  - Til hamingju með daginn elsku mamma mín!

Ég gaf mömmu smá afmælisgjöf um helgina.  Með hjálp ömmu á laugardaginn þá valdi ég gjöf handa mömmu alveg sjálfur. Amma vildi ég að myndi velja eitthvað td nammi, eða í hárið eða eitthvað – en ég ákvað að mamma mín ætti sko að fá kubba í afmælisgjöf! Og ég valdi kubbageimflaug!

Ég átti afskaplega erfitt með að bíða með að gefa mömmu pakkann.  Svo hún fékk gjöfina sína á laugardaginn.  Og hún var svakalega ánægð.  Jú amma fékk að setja smá hárband í pakkann líka. En mamma var kát að fá kubbageimflaug í afmælisgjöf frá stráknum sínum! Og ég hjálpaði henni við að opna pakkann, og hún fékk nú að kubba saman geimflauginni (gat það ekki sjálfur) og svo er ég búin að sjá um að leika með geimflaugina alveg fyrir mömmu haha..

það var gaman uppi í sveit um helgina – eins og alltaf.  Mamma og amma fóru í jarðböðin á laugardagskvöldinu og ég fékk að vera hjá afa á meðan.  og það var sko gaman hjá okkur.  Var með súkkulaði frá eyra til eyra, fékk kók og flögur, og átti skemmtilega stund með afa! Gaman þegar við erum tveir saman og mamma ekki að skipta sér af! hehe

Þórhalla frænka mín átti stórafmæli á laugardaginn. . Og fékk ég að knúsa hana í gær.  Fékk meira að segja að gefa henni jólagjöf – ég labbaði með gjöfina okkar mömmu til hennar og sagði “til hamingju og hér er jólagjöf handa þér” :o) – Til hamingju með daginn elsku Þórhalla frænka!!!!

Núna er ég farinn að labba alveg eðlilega ! Þetta kom á föstudagskvöldinu og ég er liggur við búinn að labba síðan.  Varð á laugardaginn heldur þreyttur í fætinum, hef ekkert notað hann í mánuð.  þannig ég er kátur strákur eins og alltaf! Fór í fjárhúsin í gær.  Var gaman að hitta Rindil aftur og gefa þeim brauð.  Reyndar sér mamma um að gefa brauðið – ég borða það bara.  hehe.  Afi og amma höfðu orð á því hvað ég hafði stækkað bara siðan ég var hjá þeim síðast. Og það er alveg satt- það tognar mikið á mér núna þessa dagana.  Enda sef ég vel og mikið og borða mikið. Og er alltaf að hreyfa  mig.  Ég er í góðu jafnvægi, og er mjög kátur þessa dagana!

Eigið góðan dag!
Ykkar Gabríel Alexander

GAH i glugga

miðvikudagur, mars 18, 2009

Mömmukaffi á leikskólanum

hæ hæ !!

í dag var mömmu boðið í kaffi og morgunmat í skólanum ! Hún geymdi peysuna sína og skóna í hólfinu mínu og ég byrjaði á að sýna henni hvað mér þætti skemmtilegast að gera í skólanum.  Reyndar sagði ég henni í gær að mér þætti gaman í skólanum, sérstaklega að fara út að leika með Jóhannesi Geir.  Við mamma bjuggum til bílabraut og lékum okkur smá áður en Hrefna bauð okkur að koma í morgunmat. 
Hafragrautur og slátur í morgunmat í skólanum.  Ég með mína góðu matarlyst borðaði 2 skálar og fullt fullt af slátri með! Mikið spjallað og hlegið og svo fórum við mamma að leika okkur aftur með bílabrautina. 

Sylvía besta frænka kom í heimsókn í gær.  Og hún borðaði með okkur pizzu og ég sýndi henni dótið mitt.  Var rosalega gaman!!!

Næstu helgi þá förum við í sveitina.  Það er alltaf búið að vera auglýsingar í sjónvarpinu um Formúlu 1 og ég spyr alltaf mömmu hvort kappaksturinn sé núna í sjónvarpinu.   Svo í gær þá skoðaði mamma dagskrána og sá að fyrsta keppni tímabilsins er á sunnudaginn næsta þegar við verðum einmitt í sveitinni. 

Og það fyrsta sem ég sagði var “hjá afa og ömmu, má ég horfa á kappaksturinn með afa…??” og svo hugsaði ég mig aðeins um og sagði… “ og fá flögur og sósu með…??” og svo ljómaði ég  og hljóp um hálsinn á mömmu.   Mikið hlakka ég til að eiga góða stund með afa og kappakstrinum !!

þessar myndir eru teknar af okkur sumarið 2006 og þessi hefð hefur verið til staðar hjá okkur síðan þá:

gah og afi 3 gah og afi 2

Hérna er ein mynd af okkur afa tekin afmælisdagin hennar  mömmu 2007:

23.03.07

mánudagur, mars 16, 2009

283 dagar til jóla

hæ hæ !!

Ég er kominn í skólann aftur, var svolítið lítill í mér en harkaði af mér og vinkaði mömmu í glugganum.  Hjálpaði mér að vita að pabbi minn ætlar að sækja mig í skólann og fara með mig í sund í dag!

Ég hlakka svo til að hitta pabba minn.  Hef ekki hitt hann síðan einn laugardag í janúar.  Ég var farinn að hafa áhyggjur að ég gæti ekki hitt pabba út af fætinum mínum og sagði við mömmu í síðustu viku að ég yrði að æfa fótinn svo ég gæti hitt pabba, en hún var nú fljót að segja mér að það ég gæti alveg hitt pabba þó fóturinn væri lasinn.  Pabbi minn var bara lasinn og þurfti til Reykjavíkur.  Það að ég hefði ekki hitt pabba minn svona lengi kæmi fætinum mínum ekkert við.  Pabbi er kominn heim núna og hann ætlar að sækja mig í skólann í dag og við ætlum í sund.  Og fóturinn er ekki kominn í lag ennþá!

En ég er samt farinn að labba mikið meir en ég gerði!  Labbaði niður stigann heima, um helgina og er farinn að labba mikið meira.  Mamma er alveg hætt að þurfa að halda á mér!

Við mamma áttum skemmtilega helgi! Fórum í bíó á laugardag á myndina Ævintýri Despereaux og það var rosalega gaman! Ég skemmti mér konunglega og mamma líka.  Mamma hlær alltaf jafn mikið og ég; hún hefur jafn gaman af þessum myndum og ég! Fengum okkur popp, nammi og kók.

Í gær fórum við á rúntinn í góða veðrinu.  Mamma mín gaf mér ís, og við fórum í jólahúisð!  Ég er svo kátur, það er svo gaman í jólahúsinu. 

Við mamma spiluðum, kubbuðum, máluðum, og áttum alveg frábæra helgi!

gaman ad mala

föstudagur, mars 13, 2009

Skemmtileg vika

DSC00758

hæ hæ!!

ég er í skólanum og bíð eftir því að mamma mín sæki mig kl fjögur! mamma er búin að vera að sækja mig um fjögur til að hvíla mig, hún líka nýtur þess að vera komin heim snemma!

Ég er rosa duglegur að æfa mig í fætinum.  Er ekki farinn að labba enn eðlilega en er farinn að stíga í fótinn og haltra áfram án stuðnings. Finn bara enn fyrir brotinu, þó ég finni kannski ekki til þannig.  Er bara hræddur við sársaukann sem ég man sko alveg eftir. 

En við mamma plönum að vera heima þessa helgi.  Loksins bara heima í fríi með dótið mitt.  Og við erum búin að ákveða á hvaða mynd við ætlum í bíó : o) og svo ætlum við í jólahúsið!

Ég er búinn að hafa það gaman í vikunni.  Tala um að það sé gaman í skólanum, er kátur þegar mamma sækir mig, kátur að koma heim og njóta þess að leika mér og horfa á Bolt.  Tala nú ekki um að ég fékk bókina um Bolt í bókaklúbbnum mínum!!

Óska ykkur góðrar helgar öllum !!!

bolt

mánudagur, mars 09, 2009

komin heim úr vonda veðrinu

vont vedur 1

hæ hæ!!! við mamma vorum veðurteppt í sveitinni! Sylvía og Áslaug voru líka stopp þar.  Þær komu einmitt í gær og tóku mig með sér út í vonda veðrið að leika og  það var rosalega gaman! Á endanum voru þær að gefast upp en ég var sko alveg til í að vera lengur úti!!!

Gott að fá mömmu á laugardag.  Hún kom og knúsaði mig.  Hún nennti ekki að keyra heim aftur þann dag og áttum við notó kvöldstund hjá afa og ömmu. 

Það var alveg rosalega gaman að fá að flækjast með Sylvíu og Áslaugu á föstudaginn!  Þær tóku mig með í Bónus og gáfu mér Pez nammi og það var svo gaman ég skemmti mér konunglega !!

Mamma er búin að setja snjómyndir inn á flikksíðuna okkar; úti að leika í vondu veðri.

takk kærlega fyrir mig elsku Sylvía og elsku Áslaug!!!

vont vedur 3

föstudagur, mars 06, 2009

vill ekki stíga

hæ hæ

ég er svoddan gaur.  Ég neita að stíga í fótinn núna. Alveg.  Mamma keypti nokkur skref með bíóferð í morgun.  Ég bara vil ekki, treysti mér ekki, bara neita að stíga.  Mamma getur ekki haldið á mér mikið lengur.  Hún fékk í bakið og annað hnéð er að stríða henni eftri að labba með mig upp og niður á 3 hæði í blokkinni okkar.  - ég er 25 kíló og tek mikið í...

Ég finn enn fyrir þessu, kannski ekki mikið til en fyrir óþægindum, en gleymi mér stundum í leik og er farin að beita fætinum aðeins.  Þetta fer alveg að koma hjá mér :o)

En í dag er ég kátur - grenjaði reynar rosalega á eftir mömmu.  En Sylvía og Áslaug ætla að sækja mig í dag og ég fer heim til afa og ömmu með þeim. Og mamma mín kemur á morgun.  Ekki langur aðskilnaður núna.

Eigið góða helgi - ykkar Gabríel Alexander 

01.03.09

fimmtudagur, mars 05, 2009

kominn í skólann

hæ hæ

ég er kominn heim.  Mikið var gott að fá mömmu mína í gær! ég var sko alveg tilbúinn til að fara heim.  En að stíga í fótinn, var ekki alveg að gera sig.  Ég var ekki alveg á að láta það eftir þeim.  En ég vildi samt fara til mömmu og heim með mömmu. 

Mikið var gott að koma heim.  Varð nokkurskonar spennufall.  Ég var ð bara sybbinn og strax á eftir Simpsons þá vildi ég bara fara að sofa.  Mamma las fyrir mig um Kálfinn sem gat ekki baulað og ég las Dúmbó bókina mína.  Og ég vildi hlusta á bílasöguna mína á geisladisknum mínum.  Já það var ósköp gott að komast heim. Enda búinn að vera að heiman í viku!

Í morgun vildi ég ekki fara í skólann.  Fór að grenja.  Frekjugrenj.  Ég vildi bara vera heima.  Heima hjá mömmu, horfa á barnaefnið og leika mér með dótið mitt.  Ég veit alveg að það er ekki til umræðu og stendur ekki til boða.  Ég bara varð aðeins að sýna mótþróa.  Ég tyllti svo smá í tærnar fyrir mömmu "sjáðu mamma ég stend eins og þú sýndir mér" og mamma varð svo glöð! Hún hrósaði mér fyrir hvað ég væri duglegur.  Og sagði að fóturinn yrði nú fljótur að batna þar sem ég væri svo duglegur.  Og þerraði tárin mín.  Og ég fór í skólann.

Ég nefnilega ætla að vera duglegur og æfa mig.  VIð ætlum í Jólahúsið á sunnudag og ég bað um að fá að fara upp í turninn.  Og ég kemst ekki þangað nema að labba sjálfur.  Og mamma mín ætlar að fara með mig :o) ég á soldið góða mömmu.  Allavega saknaði ég hennar ógurlega þegar ég hvar ekki heima.

DSC00545

þriðjudagur, mars 03, 2009

farinn að labba!!!

Gabríel er farinn að stíga í fæturna.

Jámm leikur getur hjálpað til og hvað er betra en snjór og flottur bíll:

clip_image001

mánudagur, mars 02, 2009

Er enn í sveitinni

hæ hæ

ég er enn í sveitinni hjá afa og ömmu.  Sakna mömmu soldið, og  mamma saknar mín mikið.  Hún segir að það sé svo tómlegt heima án mín og ég get sko alveg trúað því.  En á meðan fóturinn minn er ekki góður þá er gott að eiga góða að og ég get verið hjá ömmu og afa. 

Við áttum góða helgi. Fórum aftur á vatnið í gær, var reyndar mikið betra veður, en kaldara líka.  Við höfðum með okkur þotuna aftur og svo fékk ég að hafa með fötu og skóflu líka - var rosa gaman!

Og við mamma kíktum á sleða á eftir :)

DSC00757