mánudagur, maí 30, 2005

Tennur
Í dag fann mamma 2 tennur í neðri góm. Hún er rosalega montin af mér, og ég skildi að hún var rosa hrifin þannig ég sýni þær óspart!

laugardagur, maí 28, 2005

Hæ hæ
Héðan er allt gott að frétta. Mamma er komin heim aftur - var voða gott að fá hana heim. Annars leið mér rosalega vel hjá pabba. Hörður afi kom í heimsókn og það var mjög gaman. Ég var duglegur að sofa og borða á mínum tímum þrátt fyrir að mamma væri ekki heima. Hún skrapp norður í 2 nætur til að hitta vinkonur sínar og keyra Rósu ömmu til Akureyrar.
Ég er orðinn 5 mánaða gamall. Ég fór í skoðun í sl viku og viti menn ég er 66 cm langur og 8,8 kg þungur. Ég fékk sprautu og tók varla eftir því.
Mér líður svo rosalega vel að ég sofna alveg sjálfur í rúminu mínu. Mamma og pabbi leggja mig bara í rúmið, setja spiladósina mína af stað, ég syng aðeins með og svo er ég sofnaður. Og sef í einum dúr til morguns. Já mér líður rosalega vel.
Núna bíð ég bara spenntur eftir að fá að vita með "litla frænda eða frænku" sem er væntaleg/ur í heiminn 20. júni. Edda frænka er að verða mamma, og ég hlakka rooosalega til. Mamma er svo spennt yfir þessu öllu saman. Hún biður að heilsa elsku Edda mín, og vonar að ykkur gangi rosalega vel!!!

sunnudagur, maí 22, 2005

Halló gott fólk. Ætla bara að láta vita að héðan er allt gott að frétta. Mér líður svakalega vel. Enn eru ekki komnar tennur. Ég er farinn að borða Oatmeal með bönunum og þurrkuðum ávöxtum frá Gerber. Einn daginn sagði ég hingað og ekki lengra - ég borða ekki meir af þessum rísmjölsgraut. Svo gáfu mamma og pabbi mér að smakka gulrótarmauk og það var voða furðulegt í fyrstu en svo núna finnst mér það alveg hreint ágætt. Fínt að geta borðað svoleiðis á ferðalögum þar sem sumarið nálgast og vonandi fæ ég að sjá meira af ættingjum mínum í sumar.
Ég sef á hverjum degi núna úti í vagni fyrir hádegi. Mér þykir það afskaplega notalegt. Vakna endurnærður og sprækur, til í allt.
Bið að heilsa ykkur öllum - kær kveðja Gabríel Alexander

fimmtudagur, maí 12, 2005

Jæja þá eru loksins komnar myndir inn af fermingunni hennar Sylvíu Ósk. Það þarf ekki að taka fram að hún leit stórglæsilega út stelpan, og fermingin og veislan tókust frábærlega vel. Það var rosalega gaman að hitta alla, fullt af fólki sem ég veit að kíkja reglulega á síðuna mína en ég hafði aldrei hitt. Ég skemmti mér allavega rosalega vel, og var afskaplega þægur og prúður.
Núna er allt gott að frétta nema ég er frekar pirraður í munninum núna. Það er greinilega fullt að gerast þar og rek ég upp sársaukagrátur reglulega. Mömmu og pabba finnast ég standa mig rosalega vel og eru hreykin af mér.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Í dag á hún Rósa amma mín afmæli.
Hún er 55 ára í dag og viljum við óska henni innilega til hamingju með afmælið elsku besta amma mín!!!!
Hlakka svo til að hitta þig um helgina og ég hlakka svo til að hitta alla ættingja mína sem ég hef ekki hitt. Ég vona að fólk sjái sér fært um að mæta.
kær kveðja Gabríel Alexander