mánudagur, júní 30, 2008

Sumarfrí í sveitinni

Við mamma erum í sveitnni.  Fer vel um okkur og við höfum það rosalega gott.  Það er reyndar kalt á okkur núna svo við erum ekki mikið úti og erum ekki að hanga í sundi - rok líka. 

Út að hjóla, smá útí í garði, horfa á Latabæ, knúsast og slappa af.  Lita, teikna og kubba.

Vona að þið eigið góða daga líka.  DSC00389

föstudagur, júní 27, 2008

3 og hálfs árs skoðun

3 og hálfs árs skoðun

Já ég fór í hana núna á fimmtudaginn.  Hafði fengið rosalega flotta umsögn frá fóstrunum mínum á Flúðum.  Og mamma að springa úr monti.  Fékk ís og alles í verðlaun fyrir þessa umsögn.  Já svo á fimmtudagsmorgun - hittum við hjúkrunarfræðing.  Ég hesthúsaði heila skyrdollu áður en við fórum - þar sem skýrt var tekið fram "æskilegt er að börnin séu búin að fá morgunmat áður en mætt er" - en það er ekkert nýtt að ég borða 2x á morgnana; heima klukkan sjö og svo í skólanum hálf níu.

En jæja.  Mér leist nú bara ekkert á þessa konu.  Hún bað mig um að teikna mömmu og jú ég gerði það.  Svo heimtaði hún hendur - og ég teiknaði þær - og svo fætur??? pfft ég var sko búinn að teikna fæturna - hún bara fattaði það ekki - svo spurði hún "er mamma ekki með augu og munn? " - nei hættu nú kona góð og snéri upp á mig "jú það er hér" og bendi á myndina! Hún var sko bara ekkert að fatta myndina. 

Svo vildi hún að ég benti á einhver dýr - sá nú ekki mikin tilgang í því - þegar hún fór að halda að ég þekkti ekki kött þá hló ég bara - fannst þetta svo heimskulegt.  Og að benda á einhverjar myndir - ef hún þekkir ekki sjálf stelpur frá strákum þá er hún ekki í lagi konan - mér fannst þetta bara heimskulegt og neitaði að gera þetta.  Hún teiknaði svo einhvern kross og vildi að ég gerði það líka .. ég sá nú ekki tilgang í því og neitaði. 

Svo hún mumlaði eitthvað um góða umsögn og sagðist ekkert ætla að stressa sig yfir þessu. En ég fer til hennar aftur í hæð og þyngdarmælingu. Þá ætlum við að prófa sjónmælinguna aftur.  Ég svaraði fyrstu 5 línunum á sjónprófinu en þá var hún hætt að vera spennandi og þessi kona var sko ekkert að ná að fanga athyglina mína og hætti.  Fannst þetta ekkert gaman. En mamma var sammála henni í því að við verðum að vera með sjónprófið á hreinu þar sem bæði mamma og pabbi eru með slæma sjón, auk þess sem Atli Freyr bróðir minn var farinn að nota gleraugu þegar hann fór í skóla.

En í dag erum við mamma að fara í frí.  Mamma sækir mig, amma keyrir á móti okkur og mamma kemur svo í sveitina á morgun. Ég minni hana reglulega á útileguna, og hvað við ætlum að hafa það notalegt í sumarfríinu okkar!!! Hlakka svo til !

Þar til næst óska ég ykkur gleðilegrar helgar

Knús Gabríel Alexander!

DSC00382

þriðjudagur, júní 24, 2008

Útilega EJS - Fossatún 20-22 júni 2008

DSC02120 Halló!! Ég er útilegustrákur - með rauðar sætar kinnar, brosandi kátur syngjandi glaður, þreyttur og sáttur og er farinn að bíða eftir sumarfríinu.

Við mamma áttum æðislega helgi.  Fórum í útilegu á Fossatún með vinnufélögum mömmu í EJS.  Þar mættust starfsmenn úr þessum tveimur útibúum - Akureyri og Reykjavík.  Það var rosalega gaman.  Og ekki skemmdi fyrir að við mamma fórum með Önnu - sem vinnur með mömmu á Akureyri og syni hennar Heiðari Erni sem er að fara í 3ja bekk! Ég lít rosalega mikið upp til svona stórra stráka og fannst það frábært að fá að vera með svona stórum strák. 

Við mamma vorum í litlu tjaldi tvö og vorum með aðstöðu fyrir mat og annað í stóra tjaldinu hennar Önnu.  Fór rosalega vel um okkur.  Gott að kúra hjá mömmu og ég sönglaði "útilega útilega"  Mér fannst svo spennandi að sofa í tjaldi!

Fannst gaman á laugardeginum þegar kom rigning og við urðum að flýja inn í tjald fá okkur kakó og svo fórum við mamma í okkar tjald með bækur og nammi!! Var gaman að slaka á þar með mömmu. 

Fórum í sund í Borgarnesi og þar eru rennibrautir.  Alli pabbi Elísu Helgu fór með mig í stóru grænu fyrst og svo fór Anna með mér.  Mamma beið alltaf og greip mig :)  Og ég tók svo hringinn í litlu gulu rennibrautina upp, renna, mamma grípa, upp, renna, mamma grípa...

Og allir húsbílarnir... þeir voru svo flottir.  Og Fellihýsin.  Ég afrekaði að skoða þetta allt saman.  Bankaði bara hjá fólki og spurði hvort ég mætti koma inn. 

Svo fékk ég að fara í leikkastalann! Og þar voru rennibrautir og rólur.  Undirgöng og fullt af príli.  Trambólín voru líka á leiksvæðinu og ég fékk algjöra útrás þar!

Það er sko gaman að vera lítill strákur í svona ferðalögum.  Því þegar ein úr Reykjavík kom á pallbílnum sínum með fjórhjól á pallinum!! Vá hún leyfði mér að sitja á  hjólinu sínu - en ég vildi ekki að hún setti það í gang.  En ég var rosa ánægður  með þetta allt. 

Ég er sko farinn að tala um aðra útilegu við mömmu !!!  Mamma er búin að setja myndir inn á flikkrið okkar: EJS Útilega Fossatún 2008 

DSC02142

föstudagur, júní 20, 2008

Afi 60 ára!!

Á morgun verður afi minn 60 ára!!!

afi_gah

Til hamingju með afmælið elsku afi minn!!

hlakka til að sjá þig og fá afaknús!

þriðjudagur, júní 17, 2008

17.júní 2008

Hæ hæ !!! Í dag var rosalega gaman!! Við komum í sveitina í gær.  Það var svo gott að koma í sveitina og hitta afa og ömmu.  Amma fann hvað ég var hamingjusamur með að vera kominn og vildi bara knúsast hjá þeim.  Vildi gleypa þau og allt dótið mitt hjá þeim.  Mætti halda að það hefði liðið langur tími síðan ég sá þau síðast. 

Við vöknuðum um átta við mamma, afi löngu farinn á fætur.  Við mamma fengum okkur morgunmat, og amma kemur fram stuttu síðar.  ´Þegar afi kom heim ákváðum við að kíkja í Voga í heimsókn.  Þar býr jú ömmubróðir minn hann Jón, konan hans Ólöf og tvíburarnir Skarphéðinn og Arnþrúður. Og stóru flottu frænkur mínar Þórhalla Bergey og Halldóra Eydís.  Halldóra er einmitt að læra tískuhönnun á skóm úti í London - og gerir frábæra skó að mati mömmu - ég hef nú ekki mikið vit á þeim - ef það er ekki Spiderman er mér alveg saman :o)

DSC01853En jæja - við fórum í Vogafjós sem er kaffihús bland fjósi.  Fólk getur sest inn og fylgst með mjöltum yfir kaffibollanum eða matnum .  það getur séð mjólkina fara í gegnum leiðslu inni í fjósinu.  Það er rosalega gaman að fara þangað.  Við hittum alltaf jólasveinana þarna í desember !!

En við förum alltaf inn og heilsum kúnum og kálfunum líka.  Ég hef svo gaman að því að gefa þeim að borða og klappa kálfunum.  Jón frændi sýndi okkur svo hreiður í dráttarvélinni þeirra.  Þau höfðu keyrt vélina nokkrum sinnum áður en hreiðrið fannst - maríuerlan hafði bara flögrað með dráttarvélinni og passað uppá þetta.  En hún yfirgaf ekki hreiðrið og eru flottir ungar í því núna!! Vélin var kyrrsett þegar hreiðrið fannst - maríuerlunni til mikillar gleði.

þar einmitt hittum við líka heimalingana tvo - þeir þóttust vera svangir, en þeir litu nú ekki út fyrir að vera vannærðir ha ha ha !!!

Jón frændi átti líka þennann flotta vélsleða.  Ég mátti skoða hann og fikta smá í honum, en vildi ekki að Jón setti hann í gang.  Ég var eitt sólskinsbros þegar ég sat á þessum sleða! - mamma settir myndir á flikkrið okkar af mér á sleðanum.

Eftir heimsóknina í Voga kíktum við mamma til Þórhöllu og Lárusar.  Þar fann ég dótið hans Hjartar, fullt fullt af flottum bílum, gröfum, flugvélum og svo ótalmörgu sem ég gæti verið endalaust að leika mér með - Hjörtur á svo flott herbergi.  En ég hitti þau Sylvíu ekki þar sem þau eru í Danmörku. 

DSC01917Og eftir hádegi var farið niður að búð og ég fékk blöðru með Superman - og fékk Súperman merkið málað framan í mig!  - ég er sko SÚPEMAN í dag!!  Þaðan hófst skrúðgangan uppá Krossmúlavöll og við mamma fórum með henni.  Ég fékk að hafa hjólið mitt með og hjólaði ég því uppeftir!   

En ég var ekki  með orku í mikið meir og vildi fara fljótlega heim eftir að þangað var komið.  Enda búin að gera mikið í dag. 

Við mamma komum svo aftur inn á Akureyirar hálf fimm, fengum okkur köku og lékum okkur í "pikknikk leik" með útilegudiskatöskuna sem afi og amma eiga - ég var sko að hella uppá kaffi með mjólk handa mömmu.  Mamma reyndar drekkur ekki mjólk í kaffið sitt - nema hjá mér - ég bý til svo gott þykjustunnimjólkurkaffi :o)

Myndir dagsins: 17. Júní 2008

Þar til næst eigið góða daga !

- ykkar Gabríel Alexander

sunnudagur, júní 15, 2008

Pabbahelgi

hæ hæ hó hó !!! ég er orðinn hress og kátur.  Er hjá pabba um helgina og eflaust í góðu yfirlæti!!

Mamma setti mig með læknisráði aftur í skólann á föstudag.  Var hrikalega hress á fimmtudag og var úti um alla íbúð og búinn að leggja hana alveg undir mig.  Rosalega gaman!!

Svo er planið að fara á 17. júní upp í sveit með mömmu og njóta hátíðarhaldanna þar, ekki eins mikið af fólki, þarf ekki að bíða í klukkutíma eftir að fá eina blöðru sem kostar svo þúsund kall.  Og Þar verða andlitsmálun, pylsur og svali og fleira skemmtilegt. Auk þess sem ég get verið á hjólinu mínu.  Verið ég sjálfur úti um allt!

Og útilega í vinnunni hennar mömmu næstu helgi- það verður sko fjör! Ég skemmti mér svo vel í fyrra í útilegu að það verður gaman að fara aftur !!! Mér fannst svo gaman að vakna og geta barið farið beint út að leika :o)

En þar til næst - eigið góða helgi

Ykkar Gabríel Alexander

DSC01730

miðvikudagur, júní 11, 2008

minni blöðrur

hæ hæ

í dag eru blöðrurnar minni, ég er með smá hita - samt hrikalega hress og hamingjusamur :o) Mamma gaf mér Latabæjar DVD í gær fyrir að vera svo duglegur hjá lækninum og ég er búinn að horfa á það út í eitt.   Og er meira að segja farinn að leika og herma eftir þeim.  Hrikalega fyndið að fylgjast með mér ha ha ha !!

Mamma setti inn nýjar myndir á flikkrið okkar : Myndirnar okkar.

þriðjudagur, júní 10, 2008

Vírus á höndum og fótum

já já við mamma erum heima.  Mamma fékk símal frá Flúðum í dag og hún sótti mig.  Ég var og er með blöðrur á höndum sem læknirinn kallaði Handa- fóta- og munnsjúkdómur

Ég var rosalega duglegur í dag á heilsugæslustöðinni að bíða.  Og ég var líka rosalega duglegur að tala við lækninn og skoða dótið hennar.  Ég var líka duglegur að sýna lækni númer tvö sem yngri læknirinn kallaði "reynslubolta sér til aðstoðar"  En hann sagði þetta pottþétt þennann vírus sem er smitvírus og hann bað mömmu um að hafa mig heima á meðan þetta gengi yfir.  Sérstaklega þar sem ég fæ sennilegast hita með þessu. 

Ég er hress í dag en það komu stundir sem ég var frekar lítill í mér og vildi bara sitja hjá mömmu og horfa á Latabæ.  Ég finn samt stundum smá orku til að stríða aðeins td; vilja ekki þvo mér í framan eða klæða mig í sokka svo eitthvað sé nefnt.

Látum hérna mynd með sem mamma tók af mér um helgina :o)  

DSC01765

sunnudagur, júní 08, 2008

Helgi í sveitinni

hæ hæ !! Við mamma fórum í sveitina á föstudaginn.  Ég heimtaði að fara í sveitina strax á föstudag - mamma bauð mér að vera heima á laugardagsmorgun til að leika mér með dótið mitt en nei - ég sko vildi fara strax til afa og ömmu!

Fórum með hjólið mitt og mótorhjólið. Þegar ég vaknaði klukkan átta á laugardag var ég sko alveg til í að fara að leika mér .  Mér fannst afskaplega gott að hafa mömmsu þarna fyrst, við spjölluðum saman um mótorhjólin og bílinn minn. Vildi ekki fara fram, bara vera þarna með henni og spjalla. 

Mamma varð svo að fara og hjálpa afa við að ferja rollurnar á fjöll. Langamma og langafi voru með líka.  Við amma fórum á rúntinn líka í Belg og heilsuðum upp á lömbin.  því næst fórum við á róló við amma, og á trambólínið hennar Þórhöllu frænku! Rosalega gaman.  Og þegar mamma kom heim þá fórum við í sund með langafa og langömmu.  Þórhalla frænka var að vinna og ég fæ stundum að laumast í skápinn á bakvið hjá henni - þar geymir hún stundum ís... mér finnst ís svo góður!

Ég fékk að vaka smá frameftir.  Ég svaf svo vel um daginn - og svaf til átta á sunnudag líka.  Fékk monster trukk hjá afa og hann setti spotta í hann og ég dró hann á hjólinu mínu á rólóinn.  Mamma fór með mér og við lékum okkur þar! 

Svaf svo þrjá tíma eftir hádegi í dag líka.  Svo dagurinn fór í voða lítið nema bara afslöppun.  Kíktum á Sylvíu frænku áður en við fórum heim.  Merkilegt - hún á svona skemmtilegan ísskáp líka í vinnunni sinni :o)   Mér finnst svo skrýtið þetta með Lynghraunsfjölskylduna að þau eru bara aldrei heima.  Og ég spyr alltaf svo eftir þeim.  Það nýjasta er að ég ætla að verða eins stór og Lárus því þá má ég fá mér alvöru mótorhjól með svona hjálm sem er með fyrir augun. Og þegar ég verð eins stór og Hjörtur Smári þá ætla ég í sumarbúðir líka - alveg eins og hann!!!

Jámm helgin var góð - og við hlökkum til að fara í sumarfrí - en fyrst förum við í útilegu með vinnunni hennar mömmu !!! það verður sko gaman!!!

þar til næst - ykkar Gabríel Alexander

DSC01749  

mánudagur, júní 02, 2008

Pabbahelgi

Image056hæ hæ hó hó - ég er kátur í dag.  Var reyndar ekki tilbúinn til að fara í skólann - eða öllu heldur að skilja við mömmu mína. 

Ég var hjá pabba um helgina og það var gaman.  Var svaka kátur þegar ég kom heim með nýja mótorhjólið mitt.  Þreyttur og sæll.  Enda svaf ég vel í nótt og steinsofnaði aftur í kvöld snemma, sáttur með mótorhjólið mitt. 

Þegar mamma mín kom að sækja mig í dag þá var ég svo kátur.  Hún var með mótorhjólið mitt.  Við höfðum mæst á miðri leið - ég mátti hafa það með í bílinn en ekki alla leið í skólann.  Og við fengum okkur ís.  Rúntuðum og hlógum .o)  Ég var sko með nægjanlegt pláss fyrir skyr og rúgbrauð með kæfu - og ég í bað og ég held ég hafi verið klukkutima í baði.  Mamma allagvega talaði um að sækja fiskinn sinn baðið og ég var kominn með rúsínuputta :o) Og svakalega var gott að kúra hjá mömmsu minni og horfa á Simpson saman. Enda sofnaði ég næstum.  Slakaði alveg á.

Á morgun sækir pabbi mig- mamma er að vinna til 18:00.  Síðasta vikan sem mamma þarf að vinna til 18:00 í sumar.  Og það sem meira er að Þórhalla frænka og Hjörtur Smári eru að koma og ætla að gista hjá okkur.  Mikið hlakka ég til að hitta þau.  Reyndar spurði ég um hvort Lárus kæmi líka, mér finnst hann skemmtiegur - hann á neblea mótorhjól :o) 

Vona þið egið góðan dag á morgun - ykkar Gabríel A.